Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 159

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 159
ANNA ÓLAFSDÓTTIR - Ef nemendur eru á fjarenda þá getur verið ókostur að ná ekki sömu persónu- legu nærverunni, hins vegar getur maður einnig spurt hvort hún er lengur per- sónuleg ef nemendahópurinn er orðinn mjög fjölmennur? - Mér finnst nemendur oft ætlast til of mikillar mötunar. - Námsefni „steriliserast" um of; elur á leti nemenda. - Óskir nemenda um niðursuðu á námsefni. Kennarar voru flestir sammála því að gagnlegt væri að nota Netið í kennslu. Þegar kennarar voru spurðir hvort þeir nýttu upplýsinga- og samskiptatækni til að bæta námið, kennsluna og kennsluaðferðir sínar má segja að hlutleysi hafi verið einkenn- andi í afstöðu þeirra. Um helmingur var hlutlaus í afstöðu til gagnsemi vefumræðna í kennslu og um 40% voru hlutlausir í afstöðu til þess hvort þeir notuðu fjölbreyttari kennsluaðferðir með upplýsinga- og samskiptatækni og hvort það skilaði betri árangri að nýta hana í kennslu. Fjórðungur kennara var sammála því að gamlar, góðar kennsluaðferðir væru um of látnar víkja með aukinni notkun tækninnar og um 40% kennara voru hlutlausir í afstöðu til þess hvort tölvunotkun gerði kennsluna einhæfa. Reynsla nemenda af mismunandi kennsluaðferðum og nómsmati Kannað var af hvaða kennsluaðferðum og námsmatsaðferðum nemendur hefðu reynslu og hvernig þeir teldu þær henta sér. Nær allir nemendur eða 98% höfðu reynslu í námi sínu af því að vinna einstaklingsverkefni og hópverkefni utan kennslustunda, hlýða á fyrirlestra með glærum, vinna ritgerðir og taka þátt í umræð- um í kennslustund. Mikill meirihluti, eða á bilinu frá 70 til 90%, áleit þessar kennslu- aðferðir henta sér vel, sérstaklega einstaklingsverkefni og fyrirlestra með glærum. Á það bæði við um staðnema og fjarnema. Reynsla nemenda af vefumræðum sem kennsluaðferð var ekki almenn. Þriðjungur nemenda í staðnámi og rúmlega fjórð- ungur fjarnema hafði reynslu af vefumræðum en af þeim taldi u.þ.b. helmingur þær henta vel. Á það við um bæði staðnema og fjarnema. Meirihluti nemenda hafði ekki heldur reynslu af hljóðfyrirlestrum (talsettum glærum) en hjá þeim sem reynslu höfðu sögðu 40% staðnema og 60% fjarnema slíka fyrirlestra henta vel í náminu. Heimaverkefni, heimaritgerðir, einstaklingsverkefni og hópverkefni voru þær aðferðir við námsmat sem stærst hlutfall nemenda hafði reynslu af. Almennt töldu nemendur þess konar námsmat henta vel. Um þriðjungur hafði enga reynslu af símati, rúmlega helmingur enga reynslu af heimaprófum, vefprófum og verkefna- skilum á vefsíðum en hátt hlutfall þeirra sem reynslu höfðu sögðu þessar námsmats- aðferðir henta sér vel. Þegar könnuð var reynsla nemenda af vefumræðum sem hluta af námsmati hafði um helmingur enga reynslu af slíku námsmati en 40% fjarnema sem reynslu höfðu og þriðjungur staðnema töldu þessa tegund námsmats henta vel. Val á námsefni og námsmatsaðferðir kennara Kannað var hvernig námsefni kennarar notuðu í námskeiðum sínum og var spurn- ingunni ætlað að fá upplýsingar um það í hve miklum mæli og hvernig kennarar 157
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.