Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 28

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 28
MÁLÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKÓLAGÖNGU: Þau benda á og nefna persónur og hluti á myndunum í bókinni með stökum orðum eða í stuttum setningum. Þau nota fáar eða engar samtengingar á milli setninga, heldur er það staðsetning hluta og fólks á myndunum og bendingar sem stýra fram- setningu þeirra. Þau nota ekki fornöfn, greini og staðaratviksorð sem samloðunar- tengi, þ.e.a.s. til tilvísana innan textans, heldur sem bendivísun út fyrir textann - á myndirnar. Allt fellur þetta að því sem vitað er um orðræðu dæmigerðra þriggja ára barna. í samræmi við tilgátur greinarhöfundar, reyndust samfella og sögubygging, lengd og samloðun fylgjast að í sögum barna á þessum fyrstu stigum frásagnarþroska. Segja má að því flóknari sögu sem börnin segja hvað inntak snertir og byggingu, því lengri hafi sagan tilhneigingu til að verða í setningum talið og því flóknari og fjöl- breytilegri tengingar noti sögumenn til að fá hana til að loða saman. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður úr fyrri rannsókninni og einnig rannsóknir Shapiro og Hudson (1997). Fylgni á milli söguþátta annars vegar, og fjölda og fjölbreytileika samloðunartengja hins vegar, kom fram bæði í sögum fimm ára barnanna 165 og þvert á aldursflokka í rannsókninni frá 1992. Þetta þýðir að í vel byggðri, efnisríkri sögu með sviðsetningu, kynningu sögupersóna, upphafsatburði, söguþræði og sögu- lokum, nota sögumenn hlutfallslega mun fleiri tengingar, sérstaklega aukatengingar, hvort sem þeir eru fimm eða níu ára. Samkvæmt Halliday og Hasan (1976) og fleirum er hlutfall aukasetninga besta vísbendingin um hversu flókinn texti er, og margar rannsóknir hafa auk þess sýnt að sögur verði lengri jafnframt því að verða betri á fyrstu stigum frásagnarþroska. Niðurstöður þessarar rannsóknar virðast staðfesta þetta. Fylgni á milli raðtenginganna svonefndu og fjölda söguþátta er hins vegar tak- mörkuð við yngstu aldursflokkana. Þetta má skýra þannig að notkun raðtenginga sé áfangi í þróuninni frá því að skipuleggja orðræðuna út frá staðsetningum á blað- síðum (eins og þriggja ára börnin gera í ríkum mæli og enn gætir hjá sumum fimm ára börnum) til þess að raða atburðum sögunnar í tímaröð eins og fimm og sjö ára börnin gera í sívaxandi mæli. Á milli þriggja, fimm og jafnvel sjö ára er notkun rað- tenginga því framfaramerki. Eftir þann aldur eru flest börn hins vegar búin að ná valdi á sögubyggingunni og geta þá snúið sér í ríkari mæli að fínpússun málsins sem þau nota til að koma sögunni til skila. Þá fer raðtengingunum (sem langoftast er ofaukið) smátt og smátt fækkandi en fjölgandi fer blæbrigðaríkari tengingum sem merkja orsakasamhengi, túlkanir, bakgrunn o.fl. og einkenna sögur þroskaðra sögu- manna í ríkari mæli en þeirra sem yngri eru. LOKAORÐ Fimm og hálfs árs börn standa á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Á aldrinum fimm til átta ára taka vitsmuna- og félagsþroski afdrifaríkum breytingum og þau hætta smám saman að vera einhliða og sjálfhverf í hugsun og boðskiptum en geta þess í stað tekið inn margar víddir og mörg sjónarmið samtímis (Piaget, 1924/1972; Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1994,1999; Selman 1980). Börn hefja skólagöngu á þessum 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.