Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 49

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 49
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR skipti eru sá þáttur í skólastarfi sem fær mesta athygli og veldur kennurum mestum áhyggjum (Gretar L. Marinósson, 2002; Regína Höskuldsdóttir, 1993; Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, 1992). Svipaðar áhyggjur virðast vera hjá foreldrum fatlaðra barna en ein rannsókn sýnir að þótt foreldrar séu almennt ánægðir með skóla barna sinna, telur meirihluti foreldra að barnið þeirra eigi ekki vini í bekknum (Auður B. Kristins- dóttir 1999, bls. 34). Félagslegi þátturinn hefur ef til vill hvað mest áhrif á möguleika fatlaðra einstaklinga til að taka þátt í skólastarfinu (Dóra S. Bjarnason, 2002; Kristín Björnsdóttir, 2002, 2003). Mikilsvert er að vita hvernig félagatengsl nemenda með þroskahömlun eru í skóla, hvernig þeir skilja eigin stöðu og tilraunir skólans til að koma til móts við náms- og félagslegar þarfir þeirra. Einnig þessir þættir geta haft umtalsverð áhrif á líðan, ástundun og árangur (sjá t.d. Anna Kristín Sigurðardóttir, 1993; Dóra S. Bjarnason, 2002, 2003; Gretar L. Marinósson, 2002; Gretar Marinósson o.fl., 1990; Guðríður S. Sigurðardóttir, 1999; Ragnhildur Jónsdóttir o.fl., 1997). Rannsóknarniðurstöður benda til þess að samstarf skóla við foreldra almennt sé allmikið í leikskólum og grunnskólum (Áslaug Brynjólfsdóttir, 1998; Gretar L. Mar- inósson, 2002). Þetta er þó breytilegt eftir skólum og víða meira þegar um fatlaða nemendur er að ræða (Rósa Eggertsdóttir og Gretar L. Marinósson, 2002). Framhalds- skólar hafa sinnt foreldrasamstarfi í takmörkuðum mæli (Elín Thorarensen, 1998) en starfsbrautir með fatlaða nemendur vega það ef til vill upp. Sumar rannsóknir hafa bent á alvarlega hnökra í viðbrögðum skóla við beiðnum foreldra einkum að því er varðar að fá inngöngu og viðbótarþjónustu fyrir börn með fötlun í almenna skóla (Eyrún í. Gísladóttir, 1999). Einkum þurfa foreldrar að berjast fyrir rétti barna sinna í almennum skólum (Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2003), þar sem tilviljun og heppni virðist oft ráða því hvort nemandi með fötlun fær viðunandi kennslu til langframa (Snæfríður Þóra Egilson, 2003). Foreldrar leggja þá oft mikið á sig til að reyna að tryggja þá þjónustu sem börnin eiga rétt á. Mikilsvert er að vita meira um hvort við- brögð skóla við kröfum foreldra fatlaðra barna eru ólík á hinurn ýmsu skólastigum eða skólagerðum eða hvort þetta fer batnandi. Rannsóknir á samskiptum foreldra og skóla almennt sýna margar hverjar að foreldrar eru ánægðir með skóla barna sinna, a.m.k. á leikskóla- og grunnskólastigi, meðan börnin eru þar við nám og meta starf þeirra mikils (Áslaug Brynjólfsdóttir, 1998; Elín Thorarensen, 1998; Guðný B. Tryggvadóttir, Anna I. Pétursdóttir, Anna L. Sigurðardóttir, Arthur Morthens, Kristín Jónsdóttir, 2000; P.W.C. Consulting, 2002). Þessa þversögn, sem sýnir annars vegar óánægju og hins vegar mikla ánægju foreldra með sömu skólana, má skýra með því að þeir foreldrar sem ánægðir eru með skólastarfið eigi börn sem gengur áfallalaust í skólanum. Hinir sem ekki eru eins ánægðir séu foreldrar nemenda sem þurfa sér- stakan stuðning sem erfitt er að tryggja og reyni því að berjast fyrir áheyrn og úr- bótum fyrir börn sín. Einnig er gagnrýnin afstaða foreldra algengari þegar spurt er um skólastarf almennt, fremur en skólagöngu barna þeirra. Kennarar finna gagnrýni foreldranna og telja því ef til vill foreldra almennt misvirða skólastarfið og vera óánægðari en þeir almennt eru. Þetta þarfnast frekari athugunar. 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.