Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 11
IÐUNN
Uppreislin gegn siðmenningunni.
185-
verið flekkaður af mökum við aðra kynstofna og
blandinn Jrrælslund þeirra. Einkum á þetta við um
kynstofna þá, er við Miðjarðarhaf byggja. Samkvæmt
sumum róttækustu fylgjendum þessarar ný-þjóðernis-
hreyfingar, eins og t. d. Hielscher, höfundi bókarinnar
Dus Reich (Ríkið), kveður svo mikið að þessari gyðing-
kristnu flekkun og spillingu Pýzkalands, eins og þa5
er nú, og svo vonlaus er hún orðin með öllu, að bezt
væri að steypa landinu út í styrjöld eftir styrjöld, gera
það að orrustuvelli allrar veraldar, svo að á „níu
sinnum hundrað þúsund árum“ mætti hið hreina ger-
manska „eðli", varðveitt í örfáum einstaklingum, ná
fram til endanlegs sigurs og guðlegrar fullkomnunar.
(Ég bið menn vel að gæta þess, að þetta er ekki
skopstæling, heldur nákvæm þýðing og frásögn.) Al-
vörugefnasti heimspekingur hreyfingarinnar, prófessor
Friedrich sálugi Wolters, sem kendi við háskólana í
Marburg, Frankfurt og Kiel, var persónulega útvalinn
öndvegis-lærisveinn Stefan George. Hann ritaði tvær
afar-áhrifaríkar bækur, Herrschaft und Dienst (Drottn-
an og þjónusta) og Vier Reden iiber clas Vaterland
(Fjórar ræður um fósturjörðina), og slapp að mestu
við andlegar krampateygjur Hielschers. En hann var
að því skapi hættulegri, sem hann brá upp ákveðnari
markmiðum:
„Vér erum og munum enn verða knúðir til þess að
leggja í baráttu upp á líf og dauða, um drottnan eða
afmáun, við þessa viltu Galla, sem Cæsar reit um og
sigraði, þessa þjóð, sem hefir nagað í burtu kyneðli
Römverja og Germana, hefir sóað því í byltingum sín-
um og leitast nú við að velta sér yfir hina blómlegu
nágrannaþjóð með öllum hefndarþorsta undirokaðs og
ógöfugri kynstofns, með ölluin blóðþorsta Keltanna,