Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 51
iÐUNN
Fólkið á Felli.
225
bóluna. Og þú manst, að þið voruð búin að lofa að
iána okkur Gunnari hesta.“
„Og ég skil nú ekki, að það verði svo gaman að
fara á þessa tombólu, að það borgaði sig nú ekki betur
að koma heim heytuggunni. Og það held ég að maður
hefði nú ekki skoðað huga sinn lengi um í mínu ung-
dæmi. En það er nú orðið svona, þetta unga fólk; það
vill ekkert nema danza og d]öflast,“ segir húsfreyja.
„Ég held þú þurfir nú ekki að vera með neinar
glósur, mamma. Það er nú ekki svo mikið, sem ég
hef farið í sumar, og svo er nú óvíst, að það verði
nokkuö danzað, svo það er óþarfi að vera að brýna
mann á því. Eins og þú veizt, ætlar presturinn að
messa, og ég hugsa að' þér finnist ekkert ljótt við það,
þó við viljum hlusta á hann.“
„Mér þykir þú alt í einu orðin nokkuð trúrækin,
dóttir góð! Ætli að það sé ekki eitthvað annað, sem
dregur þig, en messan hjá prestinum?"
„Jæja, þó svo væri. Það er ekki að sjá, að þú hafir
mikinn áhuga fyrir því, að fólk komist á tombóluna.
Eða hvar er nú allur áhuginn fyrir kvenfélaginu? Hvarf
hann, þegar þú hröklaðist úr stjórninni? — Annars er
mér svo sem alveg sama, þó ég fari ekki. Þið þurfið
ekki að halda, að ég geti ekki vel verið heima, úr því
þið tímið ekki að lofa manni að fara.“
„Hvaða dauðans óhemjugangur er þetta í þér, barn!
Ég held nú, að þú fáir oftast að fara og gera það, sem
þig langar til, og ætli það verði ekki eins í þetta sinn“?
„Hnei — ég kæri mig bara ekkert um að fara,“ segir
Stína og heldur snúðugt heim á leið. Hitt fólkið fer
af stað líka.
Gunnar og Jón hafa ekki lagt til þessara mála, en þeir
hugsa hver sitt.
Irtunn XVII
15