Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 88
262
Kirkjan og árásarlið hennar.
IÐUNN
Raunar ættum við prestar að nota svipaða málafærslu
við vini okkar, kommúnistana:
Við erum ekkert heimskari eða ver innrættir en þið!
Við skiljum eins vel hvað við erum að gera og þið!
Og þar með búið.
En pað er leiðinlegt að þurfa að leggja þá til jafns
við ómerkilegan ofsatrúarflokk, og þess vegna má prófa
að segja fyrst við þá nokkur orð af sanngirni og í
bróðerni.
Mér dettur alls ekki í hug að neita því, að orðið geti
til ófyrirleitin og siðspilt klerkastétt, sem fremur kann
að verða þjóðfélaginu til niðurdreps en viðreisnar.
Vafalaust má benda á mörg dæmi um þetta fyrr og
siðar. Ég hefi sjálfur gert það. Sjálfsagt eru til ýmsir
klerkar enn í dag, sem þjóna „auðvaldinu“ eða ein-
hverju öðru valdi en þeir eiga að þjóna. Meðan menn-
irnir eru ófullkomnir, er hætt við að víða sjáist fingra-
för hræsni eða siðspillingar á þeim stofnunum, sem
þeir hafa með höndum. En hvað sannar það, að stofn-
unin sé ill og að engu hafandi, þó að benda megi á
aðfinnanlega eða lélega starfsmenn? Kirkjan sem stofn-
un verður ekki ásökuð fyrir það, þó einstakir þjónar
hennar misskilji sitt hlutverk. Þeir, sem auðvaldinu
þjóna eða einhverju öðru valdi, í stað þess að þjóna
hugsjónum Jesú Krists: guðsríkisboðskap hans, kenn-
ingunni um hinn lifandi guð, föður allra, og bróðerni
mannanna, geta aldrei skoðast nein vitni um það, hvað
kirkjan er eða á að vera. Kirkjcin verdur að dœmast
eftir frumsannindum sínum, eftir peim hugsjónum, sem
tiggja til grundvallar fgrir henni. Og eins og ég hefi
með skýrum dráttum bent á í upphafi þessarar ritgerð-
ar, eru það meðal annars þær siðgæðishugsjónir, sem