Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 26
200
Uppreistin gegn siðmenningunni.
IÐUNNJ
vonV Það má segja, að þessi von hafi orðið til, þegar
hinn óþekti höfundur þriðju Mósebókar ritaði þessi orð:
„Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Og
þessi varð grundvöllur spámannanna, alt frá Amosi
frá Tekoa til Jesú frá Nazaret. Og allir vitringar Tal-
muds og allir kennifeður kaþólskrar kirkju og allir
leiötogar mótmælenda og allir lýðræðismenn, frjáls-
lyndir menn og mannvinir, — í stuttu máli allir þeir,
sem vor vestræna siðmenning hafði kent að skynja
minstu bliku af góðleik og fögru lífi, eygja nokkra
von um betri hagi til handa hinu hrjáða mannkyni, —
allir — allir, hvað sem þá annars greindi á, þá gátu
þeir tekist í hendur, í auðmjúkri játningu þessa grund-
vallarboðorðs, að kærleikurinn, miskunnsemin og sátt-
fýsin er æðsta skylda mannsins við bróður sinn. Það
er þetta grundvallarboðorð, sem Nazistarnir hata og
hafa að engu. Fyrir því munu þeir og brjóta vopn sín
á breiðfylkingu siðferðilegs viðnáms, þar sem allir
góðir drengir sameinast af heilum hug, óháðir þjóð-
erni, kynstofni og trúarbrögðum.
Sifjurour Einarsson
þýddi.