Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 49
IÐUNN
Fólkið á Felli.
223-
Á svona dögum kemur Ingibjörg húsfreyja á Felli
líka út og keppist við að raka, sv,o að boldugt andlitið
verður eldrautt af áreynslunni. Ingibjörg er að flestu
andstæða við mann sinn. Hún er ein af þessum sköru-
legu konum, sem vita svo vel, til hvers þær eru fæddar.
Og fyrir jiann næmleik sinn vita jiær líka svo vel, hvar
ber að skipa sér í hverju máli.---------
Stína, dóttir hjónanna á Felli, er ein þessara ungu
stúlkna, sem öllum karlmönnum hlýtur að geðjast vel
að, þótt þær hafi ekkert við sig annað en það að vera
tvítugar, laglegar stúlkur. Henni þykir gott að fá að
sofa á morgnana. Gaman að klæðast í smekkleg föt
og lesa sögur, eins og t. d. Leyndardóma Parísarborgar.
Henni þykir líka gaman að tala við unga menn, eins og
t. d. Gunnar, sem er kaupamaður á Felli í sumar.
Þvi Gunnar er einn þessara ungu manna, sem eiga
heima í Reykjavík og aðhyllasl hina róttæku stefnu, sem
kölluð er „kommúnismi".
En þó að menn séu kommúnistar, þá geta þeir stund-
um verið neyddir til að fara í sveit um sláttinn fyrir
25 kr. á viku, ef atvinnuleysið er búið að standa svo
lengi, að heimili með átta börn og drykkfeldan heim-
ilisföður er að komast á vonarvöl. Og þetta er líka
svo einkennilegt, hvernig sveitalífið breiðir einhvern
deyfðarhjúp yfir umbótahugsjónir ungs inanns, eink-
um þegar það birtist í gervi laglegrar stúlku, sein er
tuttugu ára gömul.
Þetta er nú fólkið á Felli. En svo er náttúrlega
margt fleira fólk í sveitinni, bæði kaupamenn og
kaupakonur, vinnumenn og vinnukonur, bændur og
'húsfreyjur.
Og þessar húsfreyjur hafa stofnað með sér ákaflega
gott og kristilegt félag, sem þær kalla kvenfélag, og