Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 33
IÐUNN
Um ættjarðarást.
207
Eða maður, sem firælar niðri í nániu — eða; i verk-
smiðju — er nokkuð undarlegt, þó að hann spyrji: Hvar
er þessi ættjörð, sem ég á að elska?
í barnaskólum bæjanna er verið að þvinga börnin til
þess að elska ættjörð, sem jiau liaia ekki séð neitt af
og eiga enga meðvitna hlutdeild í — ættjörð, sem fer
með þau eins og fanga og býr þeim vesöld og skort í
framtíðinni — eða þegar bezt lætur, óvissa afkomu í
þjónustu ])eirra, sem í raun og veru eiga þessa ágætu
fósturjörð.
Eruð þér ekki gefin fyrir börn? spyrjum við vinnu-
konuna, jiegar við erum sjálf orðin svo hundleið á okkar
eigin krökkum, að við þolum varla að sjá þá.
Elskið þið ekki fósturjörðina? spyrjum við heimilis-
lausa og allslausa öreiga!
En hvernig getur nú á jiví staðið, að þessi tilfinning,
sem er svo eölileg bændafólki og jarðeigendum, skuli
einnig grassera í embættisinönnunum — þessari rótlausu
stétt, sem er alt af á varðbergi eftir feitara kalli — og í
kaupmönnunum, sem eru þó með annan fótinn í útland-
inu — og í iðjuhöldunum og útgerðarmönnunum?
Nú jæja — allir eiga þeir hagsmuni sína undir ríkj-
andi þjóðskipulagi.
Og svo eru það íþróttamennirnir okkar, sem sí og æ
verða að rífa sig upp í langferðir til þess að berjast
íyrir „heiðri fánans“!
Það var einu sinni litil stúlka — allra snotrasta telpu-
korn, dóttir fatasala eins í höfuðborginni. Og telpan var
svo óvenju dugleg að renna sér á skautum. Pað var
náttúrlega fjarska gaman. — Gaman? Ég held nú síður.
Það var fúlasta alvara. Hún varð að fara til útlanda og
öerjast fyrir fánann. Kápusalinn skrifaði sjálfur um það
í blöðin, og hann gat ekki kveðið vægar að orði, en að