Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 81
IttUNN Kirkjan og ánisarlið hennar. 255 gera, um hvaða málefni sem er. Hér er líkt á komið og ef maður segði um jafnaðarmenskuna, að hún væri í ]iví fólgin, að nokkrir bolshevikar flygjust á, með illum munnsöfnuði, við síldarkerlingar niðri á bryggju. Hverju málefni rná hæglega gefa þá óvingjarnlegu yfirborðslýs- ingu, sem setur ]iað í skoplegt eða fráhrindandi Ijós, En með ]iví móti er aldrei stutt að heppilegri lausn neinna mála, og þannig hafa aldrei frain komið vitur- legar tillögur, því að óvildin grefur aklrei djúpt til skilnings eða tekur mörg sjónarmið. „Allir hlutir eiga orsök“, og svo virðist einnig vera með ónot ]iessa Skúla. í garð kirkjunnar. Hann er svo kurteis að gera grein fyrir þeim, og eru ástæður hans þær, sem nú skal greina: i fyrsta lagi virðist hann, eins og áður er vikið að„ líta á alla trú kirkjunnar á æðri hluti en munn og maga sem skilyrðislausan hégóma og firru. Þar af leiðandi sé öll starfsemi kirkjunnar rugl og fásinna, sem kosti ríkið mikils til of mikla peninga. í öðru lagi þykist hann sjá og sanna þennan vísdóm fyrir sér með því, að enginn kæri sig í raun og veru um kirkjuna af beinum andlegum þörfurn. Betur stæðu stéttirnar séu sælar án hennar, fátækari stéttirnar fyrir- líli hana af tveim ástæðum: Þeim þyki ekkert varið í fyrirheit hennar og kenningar um andlega hluti, þegar þær hafi hvorki í sig né á. Kirkjan í heild sé fátækling- unum og baráttu þeirra fyrir bættari kjörum andvig. Tveir hópar manna styðja samt sem áður kirkjuna, scgir Skúli: Heimskasti hluli hinnar fátækari stéttar,. sem ])ö einungis af vanafestu og steinrunninni skyldu- tilfinningu, fremur en nokkurri trúarsannfæringu, held- ur trygð við hana, og svo yfirstéttirnar, auðvaldið, sem styður kirkjuna, á meðan hún reynist |>ví vikaliðugur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.