Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 68
242
Koss milli liafna.
IÐUNN
hennar kauptúni á þessu stigi málsins. Var ekki leyfiiegt
að álykta sama tilgang af sömu handtökum? Og hún
hefirmörgum öðrurn skarpari skilning og meiri trú á hið
féiagsfræðilega hugtak: mátt samtakanna, þvi að hún rís
nú upp frá bakinu á legubekknum og gefur honum bil.
Slíkt er ekki lengi látið ónotað. Annar arrnur hans
Jæsir sig um mitti kvenmannsins, með hinni hendinni
tekur hann urn hendur hennar og leggur vanga sinn að
hári hennar. Hann fitlar nokkra stund við hring á fingri
hennar, sem einhvern tíma hefir verið gyltur og með
þremur steinum, og enn þá eru eftir tveir.
Hann cr að segja henni frá einhverju á meðan, sem
ekki krefst alt of mikils skilnings né snertir of mjög
])að viðkvæma mál, sem hugur þeirra snýst um,
m. ö. o. eitthvað, sem hvorki er vit í né tilfinning.
Fimm mínútna samræða af slíku tagi er nægilegur
formáli.
Hann veltir vanga sínum eítir vanga hennar, þar tii
munnarnir mætast. Hún hrærir sig ekki. Hún skilur, að
hér er hvorki tími til uppgerðar né undanbragða.
Purrar varirnar Jrrýstast livor inn í aðra. En þetta er
enn þá æsingalaust og jafnvel hálf-dræmt. Hað er eins
og þau séu að hugsa um, hvort þetta gaman borgi sig
eða ekki. Pegar þau hafa andað ]iannig hvort upp í
annað svo sem eina mínútu, hætta þau.
Nú hefst samtal, sem er svo langt frá því, sem var
að gerast, og svo langt frá því, sem þau sjálf hugsa
mest um, að hver listhneigöur áhorfandi myndi hafa
skemt sér prýðilega, ef einhver leikritahöfundur befði
dottið ofan á að búa svo raunsannan þátt út á leiksviö.
Það er t. d. eitthvað á þessa leið:
„Það er mikið af svartfugllA hér á firðinum."