Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 45
OÐUNN
Um ættjarðarást.
219
á Iistanum yfir f>enna ráðgerða heimilisiðnað, og
verð ég að álíta, að þær liefði átt að taka með, lil
þess að við hefðum alt, sem við getum óskað okkur, á
einu fati. Ég á við námarekstur, skipasmíðar og vega-
gerð. Þá liði fjárlaganna, sem að pessu lúta, yrði pá
vitanlega fyrst að yfirfæra á Félag föðurlandsvina. —
Nú hefir Félag föðurlandsvina sennilega lifað sitt
fegursta. En pví er svo háttað með sumar forynjur, að
l)egar höggvið er af þeim höfuðið, vaxa út tvö í stað-
inn. Svo virðist það og vera með þetta félag. Það
æxlast ótrúlega.
Eins og nú standa sakir, höfum við svo .mörg
félög tii varnar fósturjörðinni, að við hefðum kann-
ske ástæðu til að vera við pví búin, að pau einn
góðan veðurdag geri alvöru úr pví að fara að verja
okkur, — ráðast á okkur í varnarskyni. Ég veit ekki,
hvað segja skal. Að minsta kosti gerist nú sitt af
hverju suður í Evrópu um pessar mundir.
IV.
Ættjarðarástin er eins konar flækjuvöxtur tilfinn-
inga, sem festir auðveldlega rætur í mannssálinni og
getur leitt til ástríðumagnaðra æðiskasta, ef pessar
kendir fá óhindrað svigrúm til múgsefjunar. Hvernig
petta verður, er kapítuli út af fyrir sig og merkilegt
sálrænt viðfangsefni.
Þar, sem ættjarðarástin á sér eðlileg rök og upp-
sprettur hennar eru ógruggaðar, er hún mjög skiljan-
legt fyrirbrigði og allrar samúðar verð. Aftur á móti
verður hún væmin á lýðháskólunum, par sem henni
er hyglað eins og pelabarni. Viðbjóðsleg er hún, pegar
hún er höfð að yfirvarpi til pess að dylja kaldrifjað
liagsmunabrall. Og hún er blátt áfram glæpsamleg.