Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 41
IÐUNN
Um ættjarðarást.
215
Og þenna félagsskap varð að byggja á breiðum
grundvelli; það varð að koma af stað pjóðarhreyfingu,
vekja nýjan anda með þjóðinni, svo hægt væri að
setja sameignarstefnunni stólinn fyrir dyrnar og vinna
blessunarríkan kosningasigur. Allir föðurlandsvinir, kon-
ur og menn, urðu að fylkja sér undir merki þessarar
hreyfingar, æskulýðinn varð að vinna og bændurna
alla leið niður í húsmennina. Það var næstum því
oröin þjóðarkrafa að fá stofnað fósturjarðarfélag.
Þörfin fyrir þenna félagsskap gerði fyrst vart við sig
í stjórnmálaflokki, sem átti dagblað og ritstjóra, en
var annars ekki til. Ef til vill væri réttara að segja, að
þessi þörf gerði fyrst vart við sig í innýflum ritstjóra.
Hægrimenn voru þegar frá upphafi fullir samúðar
með þessari íhalds-ópólitísk-þjóðlegu félagsstofnun, er
sennilega mætti takast að innlima í hægriflokkinn með
tíð og tíma.
Og bændaflokknum fór líka að detta gott í hug.
Sem betur fór var enginn hörgull á atvinnulausum al-
ræðismönnum á sölutorginu. Þeir biðu bara þess, að
kalþð kæmi. Þarna var fyrverandi lýðháskólastjóri, sem
hafði oltið úr tigninni út úr katólskum raunum. Svo var
þarna maður, sem bar hið þrumandi nafn og titil: Yfir-
herbryti Bratlie. Enn fremur eins konar óperettu-fígúra,
sem kallaði sig búanda Olav Moe — og vei þeim blaða-
manni, sem leyfði sér að titla hann annað en búanda!
Og svo var það Friðþjófur Nansen. Gull af manni.
Norðurpóllinn. 1905. Hungursneyðin í Rússlandi. Land-
flóttamenn frá Armeníu. Þjóðabandalagið — og Félag
föðurlandsvina.
Að greina eðlisrök hlutanna — það var ekki út af
hans sterka hlið. Hann var maður stórbrotinn og ein-