Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 20
194
Uppreistin gegn siðmenningunni.
IUUNN
og falsar staðreyndir hins raunverulega tilverusviðs, að
nálega er vonlaust um björgun.
Hver er sá, sem ekki hefir kynst slíkum einstakling-
um? Hortugum Júðum, þar sem fyrirlitning alls heims-
ins á kynstofni þeirra hefir borað sig inn í sálina —
viðkvæmum konum, sem ekki hafa náð sér eftir ein-
hverja æskuhrösun eða siðferðileg óhöpp, er síðan
trufla hið andlega jafnvægi?
Lesandinn, sem hefir fylgt mér til þessa, kemur auð-
vitað strax auga á samanburðar-atriðin og ályktun |>ár
sem af þeim verður að draga. Það, sem hent getur
einn einstakling, getur augljóslega hent hóp einstak-
linga. Og það hefir verið sálfræðingum harla Ijóst,
alt frá Gustave Le Bon, að í hópnum magnast öll
sálfræðileg fyrirbrigði óviðráðanlega og verða grófgerð-
ari og ruddalegri að sama skapi.
Fyrir mörgum, mörgum árum fundu Þjóðverjar upp'
goðsögnina um kynstofnsyfirburði sína með því að
gleypa við hinum fáránlegu kenningum Frakkans Go-
bineau. En í þeirri kenningu felst meðal annars, að
yfirbragðsdökkir og fjandsarnlegir kynstofnar séu si-
felt að leitast við að tortíma því ágæti. Þessi goðsögn
var fundin upp sem sjálfsvörn, nokkurs konar öryggis-
hani á framtíðina. Og stórmerkilegt er það, að einmitt
er dregur að 1914, gómar fjöldi Þjóðverja þessa goð-
sögn með nýjum tilfinningahita og dularfullri græðgi,
eins og væru þeir knúðir af djúpu innra vantrausti og;
grun um komandi nauðsyn.
Ófriðurinn kom, og sigurvissan var, að minsta kosti
á yfirborði vitundarinnar, einlæg og almenn. Vilhjálmur
II. lýsti yfir því, að hann kynni ekki greinarmun á kyn-
flokkum, stjórnmálaflokkum eða trúflokkum, — hann
þekti aö eins Þjóðverja. Gyðingarnir risu upp sem einn