Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 15
OÐUNN
Uppreistin gegn siðmenningunni.
189
samfélagsins niður á heiðið og forkristilegt stig, skal ég
nefna eina, sem er haria örlagarík. Það er undirokun
konunnar á ný. Grundvallarregla þrællundaðrar hlýðni
hvers karlmanns við „foringja" sinn gerir konuna að
engu sem skynsemi gæddan og viti borinn geranda sam-
félagsins. Og það er fullkominn ásetningur þeirra, sem
ráða hinu þriðja ríki, að gera hana að engu í þeim
skilningi. Þetta er löngu tilkynt og boðað af skáldinu
Stefan George, eins og hver meginkenning og grund-
vallarregia Nazista:
„Konan má fæða að eins dýrið eitt.
En maður skapar manninn bæði og konu,
sem meira er ei en rif úr síðu hans,
hvort sem þú kýst að bölva henni eða blessa.
Á sama hátt og heilög ritning tjáir,
í hverri kreppu kallar enn hinn smurði:
Konunnar verki kominn er ég til
að eyða nú með öllu . . .“
„Konan má fæða að eins dýrið eitt.“ Þetta gefur ekki
'einungis til kynna hina óæðri og einvörðungu getnað-
•arlegu þýðingu konunnar, heldur einnig afneitun hinnar
kristilegu, hugrænu ástar með gagnkvæmri virðingu og
trúnaði. 1 framkvæmd er það svo, að þúsundir ungra
Nazista snúa ástum sínum að körlum, félögum og for-
ingjum, í stað þess að beina þeim að konum, því þeirra
hlutverk er að eins að vera barneignavélar og barn-
fóstrur.
Eins og meðal Grikkja og eins og enn er títt meðal
mjög frumstæðra þjóða, á þetta mannfélag hetjanna og
taglhnýtinganna, „foringjanna" og hins viljalausa, þræl-
bundna hermanns, að verða samfélag karla einvörðungu.
Hér við er sennilega óþarfi að bæta þeirri ábærilegu
staðreynd, að öll ný-þjóðernishreyfingin er frá öndverðu