Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 93
IÐUNN
Kirkjan og árásarlið hennar.
267
kommúnismanum, en aukaatriði fyrir kristindóminum,
ætti pó að stefna inn á líkar brautir. En í trúarsökum
er aldrei litið á þau atriðin, sem eru samrýmanleg,
heldur alt það, er skilur. Hér virðist vera fyrir hendi
tvenns konar trú, sem ekki þýðir að deila urn, því að trú
er trú, og hver verður að trúa því, sem honum virðist
fegurst og göfugast. En alveg eins og kommúnismanum
þykir trú kirkjunnar siðspillandi, af því að hún geri
menn of deiga til stéttabaráttunnar, eins þykir kirkjunni
trú kommúnismans siðspillandi, af því að hún geri
menn of grimma, of hatursfulla í eftirsókn bróðernisins
og of einblínandi á eiginhagsmuni og jarðnesk gæði
til þess að geta nokkru sinni náð sínu eigin markmiði.
Hefir kirkjan ekki rétt á þessari skoðun eins og
kommúnistar á sinni, án þess að vera hrakyrt og sví-
virt? Hefir ekki þjóðfélagið, ef meiri hluti þess óskar og
telur það hamingjuríkt fyrir samfélagið, rétt á að
viðhaida kristinni kirkju og uppfræða ungmenni í trúar-
hugsjónum Jesú Krists, þó að nokkrir kommúnistar
séu á öðru máli? Aliir vita, að trúfrelsi er í landinu,
svo að enginn er neyddur til að vera í kirkjunni eða
láta kenna börnum sínum boðskap hennar, fremur en
hann sjálfur kýs. Allar þessar hnýflingar eru þess vegna
ekkert annað en ofstækisfull geðvonzka.
VII.
Annars er það dálítið erfitt að skilja jafnaðarmensku
læirra, sem finst það sjálfsagt að fjandskapast við þá
hugmynd, að mennirnir séu börn hins sama föður. Því
að guðshugmyndin er í iraun og veru hin eina nýtilega
röksemd fyrir öllu bróðerni og jöfnuði. Og enginn
jöfnuður, sem ekki er bygður á bróðerni og kærleika,
mun viðhaldast stundu lengur, því að menn þurfa ávalt