Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 17
IÐUNN
Uppreistin gegn siðmenningunni.
191'
reynd stendur óhögguð, að allajafna síðan ríkið var
sett á iaggirnar árið 1871, hefir Þjóðverjum þótt semi
þeim væri bolað út úr risakappleik hinna sigrandi velda,
með rangindum og þeim til stórtjóns, — að þeir hafL
verið órétti beittir og sviftir réttmætri arfleifð. Em
alt af bjó með þeim sá grunur, að þessir hagir, sem
ollu þeim svo mikillar skapraunar, ættu rætur sínar í
einhverri veilu í þjóðarskapinu, einhverjum skorti á
hæfileika til sameiningar, sambeitingar allrar orku, sam-
átaka gagnvart umheiminum.
Nazistahreyfingin gerir hvort tveggja í senn: Hún
ýkir þessa innri veilu og afleiðingar hennar og bann-
færir hana um leið. Nazistastjórnin hygst að lóða alla
Þjóðverja saman í ósundurgreinilegt bákn. Af þeim.
ástæðum er hún á þönum um alt til að þurka út
hvern vott sérríkjastefnunnar úr gerð hins þýzka ríkis,
og hefir jafnvel gert Bayern svo lágt undir höfði að.
gera það að prússneskri hjálendu.
En hverfum aftur að efanum, sem Þjóðverjar hafa.
geymt innra með sér, að þeirri djúplægu grunsemd, að
það sé eitthváð í skapferði sjálfra þeirra, sem gerði þá.
að eftirbátum Englendinga og Frakka. Um langan aldur
hafa þeir verið þjóð óviss um sjálfa sig, valtir í sjálfs-
mati sínu. I djúpum vitundar þeirra fólst örlögþrungið-
vantraust á sjálfum sér. En á sama hátt og einstak-
lingurinn rís öndverður gegn því að kannast við undir-
málstilfinningu sína, hvort heldur er fyrir sjálfum sér
eða öðrum, en leitast í þess stað við að bæta sér
hana upp og yfirbæta sér hana, þannig fer og þjóðum..
Einstaklingurinn andæfir, þá er svo er ástatt, hverjum
efa um eigið gildi með því að staðhæfa, að hann sé-
stórum betri en aðrir. Þannig reyndu Þjóðverjar eftir
1870 að vega á móti þessari áleitnu. grunsemd um ó-