Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 52
226
Fólkið á Felli.
IÐUNN
Gunnar: Skárri er það nú bölvuð frekjan, að ætlast
til þess, að maður fari að þræla heilan sunnudag, þegar
kaupið er nú heldur ekki hærra en þetta. Verst, ef Stina
hefir nú orðið vond og fæst nú alls ekki til að fara.
Nei, ætli það séu nú nema látalæti.
Jón: Mér fyndist það nú satt að segja ekki nema
sanngjarnt, þó þau væru í heyi, þegar svona stendur
á og orðið er jretta áliðið sumars. F>að væri þó alt ann-
að en gaman, ef hann færi nú að rigna aftur. „Það
væri nú gott, ef jietta væri nú alt komið heim,“ segir
hann hálf-hátt og andvarpandi. — — —
Fólkið heldur heim, jregandi og alvörugefið. Jón er
alt af öðru hvoru að horfa upp í loftið.
„Ég heid hann sé að^ láta af áttinni", segir hann, en
rekur um leið tána í jrúfuhnotta og steypist á hramm-
ana.------Gunnar bælir niður hlátur.
„Ég held j)ú ættir að gá niður fyrir fætur Jrér, maður“,
segir húsfreyja. Það er Iiað eina svar, sem Jón fær, svo
hann gerir ekki fleiri tilraunir að halda uppi umræðum.
Sunnudagsmorgunn — bjarlur og fagur. Sólin skín
og glampar á snögghærða gæðingana, sem verið er að
reka heim á bæjunum í sveitinni. Fólkið ætlar auðsjá-
anlega að fjölmenna á kirkjustaðinn. En sætin, sem
gengiö var frá í gærkveldi á engjunum, standa afar-róleg
á víö og dreif, eins og ]>au segi, að fólkið skuli njóta.
sunnudagsins og guðs blessunar; jiau bíði bara róteg
og fylli sveitina í dag meö ilmi jiurra heysins.
Jón bóndi á Felli hefir sjálfur sótt hestana, jiví unga
fólkið vill fá að sofa út svona á sunnudagsmorgna.
Það er afráðið, að jiað fer alt á tombóluna í dag, fólkið
á Felli. Ingibjörg réði jiað úr í nótt, og Jón varð jiá
að fallast á að fara líka. Annars er hann heldur litið