Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 34
:208
Um ættjarðarást.
IÐUNN
hún Sonja litla væri til þess kjörin að bjarga þjóðar-
heiðri okkar!
Auðvitað tala flestir pessara manna í einlægni. Það
dygði lítið annars. Sá, sem trúir ekki sjálfur á það, sem
hann er að segja, nær ekki þeim réttu skjálfandi tónum,,
:sem hræra hjörtun. Og pá er unnið fyrir gýg. En svo er
fyrir að þakka, að þeir hafa hlotið gáfu trúarinnar, vel-
flestir. Viðhorf þeirra til ættarlandsins er einmitt trúar-
legs eðlis.
Á meðan landið er okkur heimili, þar sem hagsmunir
okkar eru nokkurn veginn trygðir — á meðan svo er,
erum við bundin því sterkum böndum. Og jafnvei
lengur. Vegna uppeldisáhrifa, af vanafestu og íyrir að-
hald almenningsálitsins. Sumir eru að streitast við að
vinna sig upp; aðrir eru að flýja undan hruninu. Og
hvorir tveggja halda dauðahaldi í ríkjandi skipulag,
: sem tignar ættjörðina eins og helgan dóm.
Enn eitt mikilsvert atriði kemur hér til greina: Þeir,
sem búa handan við landamærin — þeir, sem standa
utan við okkar flokk — þeir eru okkar sjálfsögðu fjand-
menn. Hræðslan við þá þjappar okkur saman. Séum
við beitt órétti eða eigum að búa við erfið kjör, beinum
við ekki gremju okkar inn á við, gegn okkur sjálfum
eða okkar flokki. Við verðum að beina henni út á við,
gegn óvinunum.
II.
Það sýnir sig æ skýrar, að kristindómurinn hefir að
mestu fyrirgert áhrifavaldi sínu, meðal annars vegna
aldalangrar undirgefni og dyggrar þjónustu við Guð
Mammon. Hann er ekki lengur þess um kominn að
beygja hinn vinnandi lýð í sljórri hlýðni við valdhafana.
En eftir að svo mjög var af guðstrúnni dregið, gerðist