Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 65
IÐUNN
Koss milli hafna.
239\
öllum sínum háttum. Hann horfir við og við i augu
meyjarinnar, sem hefir vakið hann til athygli með
hlátri sínum og þokka. Hann finnur, að hún gefur hon-
um ekkert eftir í pessum pögulu skeytaviðskiftum, og
augnskeyti hennar geta ekki þýtt neina eitt: „Gaman
væri að kynnast."
Hann sér loks, að hún hefir komið samferðastúlkun-
um af sér og stendur ein fram undir stafni.
Fólk af hennar gerð getur fundið upp ótrúlega mörg
ráð til aó kynnast einum manni. En — ef til vill — er
þetta að eins tilviljun. En það er sama. Hann er ekki
sá maður, sem sleppir ,smá-tækifærum, er þau gefast í
leiðindum.
Hann gengur til hennar og hugsar eitthvað svipað
þessu á meðan: „Það skaðar ekkert að taka kvenmann-
inn tali. Það verður vonandi skemtilegra en liggja niðri
í klefa og hugsa alt af sömu hugsanirnar. Hver veit,
nema hægt væri að fá hana niður með sér og kyssa
hana.“
Með þessa bráðabirgða-áætlun efst í hugskoti sínu
nemur hann staðar út við borðstokk, skamt frá henni.
Hann horfir á gárulausan sjóinn og svartfuglana, sem
flýja skipið. Hann horfir á land upp, þar sem skýin
stimpla mynd sína á hlíðarnar. Hann vantar umræðu-
efni. Það er ekki af óstyrk eða feimni. Hann getur ekki
verið rólegri en hann er einmitt nú. Hann finnur, að
hann hefir fult vald á hverri sinni hugsun og hverri
sjálfráðri hreyfitaug. Hann vill byrja á einhverju frurn-
legu — einhverju, sem sýnir, hve snjall hann er, svo
að hann tapi engu við kynninguna.
Honum finst svo fjarstætt og hræsnisfult að tala viö
kvenmanninn um landslag og veðurfar með þessa á-
kvörðun í huganum. Og augu hans, þótt listnæm sé,