Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Blaðsíða 58
232
Fólkið á Felli.
IÐUNN
björg stundum. Það hafði liann orðið var við. Hann
ætlar að biðja: „Ó, guð! — Nei, nú komu dropar á
gluggann." — Hann ris upp. Nei, það var missýning.
„Ó, guð!“ — Nei, þetta er ekki hægt. Það er ómögulegt.
Bezt að reyna að sofna. —
Hann er að leysa ilmandi heyið í tóftinni hjá staka:
húsinu og bera pað fram á garðann. Nei, hvað hún
Golsa hans teygir fram höfuðið og rífur kjaftfylli
sina úr fanginu hjá honum. Og Forustu-Móra, parna
er hún og fleiri — fleiri — og fleiri.
Jón er farinn að hrjóta. —
Nóttin líður. — Og svo kemur dagur. Dagur með
himininn þakinn biksvörtum skýjum, sem þjóta eins og
örskot yfir landið. Það hvín í Fellinu. Fólkið á Felli
ldæðir sig, þegjandi og alvörugefið. Drekkur kaffi úr
röndóttum bollum og kælir það á undirskálinni.
Gunnar og Stína líta hvort á annað í laumi. Það er
eitthvað frá því í gærkveldi, sem þau eru að hugsa
um. Jón stendur upp og ekur sér. — „Það verður ekki
bundið í dag,“ segir hann hægt og með semingi.
„Ég held bara að hann ætli að fara að gera eitthvert
ofsarokið," segir húsfreyja og fer út með mjólkurföt-
urnar.
Fólkið fer á engjarnar. Jón gengur á undan með
hendur á baki. Hann er á svartri ullarpeysu og brún-
röndóttum vaðmálsbuxum. Þær eru orðnar upplitaðar
af sól og regni. En á bakhluta þeirra hefir Ingibjörg
húsfreyja sett bót nýlega, og þessi dökkbrúna bót sker
úr við ljósbrúnt umhverfið. Gunnar og Stína koma á
eftir. Hann með nestispoka. Hún með hrífu.
Það er stöðugt að hvessa. Það hvín og þýtur í Fell-
inu fyrir ofan þau, eins og það ætli að klofna og