Hugur - 01.01.2002, Side 22
Hugur
Logi Gunnarsson
ég auðvitað ekki gert hér. Til dæmis get ég ekki farið hér út í umræðuna
um súbjektivisma Gauthiers.28 En til að gefa hugmynd um hvers konar
rök ég færi fyrir inntakskenningunni og gegn hinum ýmsu formhyggj-
um, tek ég hér ,jafnvægiskenninguna“ sem dæmi um formhyggju. Jafn-
vægiskenningin samsvarar því sem sumir mundu kalla á ensku „coher-
entism“ og aðrir „reflective equilibrium theory“.29 Til að lýsa muninum
á jafnvægiskenningunni og inntakshyggjunni er best að taka dæmi.
Setjum sem svo að ég sé íþróttamaður af lífi og sál.30 Segjum að ég fái
alvarlega eitrun í annan fótlegginn. Læknar segja mér að það séu góðar
líkur á að fótleggurinn læknist af sjálfum sér og að ég geti haldið áfram
að stunda íþróttir. En það er ekki alveg öruggt. Og ef eitrunin læknast
ekki verður hún banvæn. Til að vera öruggur verð ég að láta taka af mér
fótinn og mun þá aldrei aftur geta stundað þessa íþrótt.31 Hvað sker úr
um hvað ég á að gera? Samkvæmt jafnvægiskenningunni er rétta
ákvörðunin sú sem ég tek eftir að hafa farið í gegnum tiltekið ákuörðun-
arferli sem uppfyllir ákveðin formleg skilyrði: Akvörðunin verður að
vera tekin í rólegheitum, ég verð að hafa haft allar upplýsingar um mál-
ið og ég verð að hafa vegið og metið hina ýmsu þætti sem mér eru mik-
ilvægir hvern gagnvart öðrum þangað til ég kemst að niðurstöðu. Sam-
kvæmt jafnvægiskenningunni er þessi ákvörðun rétt hver sem hún er að
því gefnu að ákvörðunarferlið hafi uppfyllt ákveðin skilyrði. Þetta er teg-
und formhyggju því að hún segir ekkert um innihald bollalegginga
minna, heldur setur einungis upp skilyrði fyrir ákuörðunarferlið.
Inntakskenningin sem slík setur ekki heldur upp tiltekin skilyrði um
það hvaða innhaldsmælikvarða á að taka til greina í dæmi eins og þessu.
En hún heldur því fram að skynsemi ákvörðunarinnar velti ekki bara á
ákvörðunar/érZmu, heldur líka á innihaldi yfirvegana íþróttamannsins.
Lykilatriðið í röksemdafærslunni fyrir inntakshyggjunni felst hér í því
að líta á málið frá sjónarhorni íþróttamannsins sjálfs. Lykilatriðið er að
svara eftirfarandi spurningu: Þegar íþróttamaðurinn er að velta því fyr-
ir sér hvað hann á að gera, í hverju telur hann sjálfur skynsemi ákvörð-
unarinnar felast?
Þegar hann er að hugsa um það hvað hann eigi að gera lítur hann ekki
28 Reyndar færi ég ekki bara rök gegn súbjektivisma Gauthiers, heldur gegn súb-
jektivisma sem slíkum; sjá bls. 131-132, 138-151, 158-159.
29 Eftirfarandi umræða samsvarar umræðu minni um það sem ég tel vera formlega
túlkun á reflective equilibrium theory\ sjá bls. 233-243.
30 Dæmið um íþróttamanninn og umræðan um það samsvarar öðru dæmi sem er
sett fram og rætt á bls. 239-241.
31 Þeir sem hafa misst annan fótlegginn geta auðvitað stundað áfram íþróttir, en
sumar íþróttir geta þeir ekki lengur stundað með sama hætti og áður.
20