Hugur - 01.01.2002, Page 32
Hugur
G.E.M. Anscombe
án þess að tala um „athöfn“ og ef við finnum hann uppgötvum við ef til
vill hvað er átt við með „athöfn“ þegar það er sagt með þessari sérstöku
áherslu.
Við vörpum varla ljósi á neitt með því að segja „þegar einhver hrekkur
við er ‘ástæðan’ orsök“ þar sem orsakarhugtakið er of óljóst. Það eina
sem við vitum er að um er að ræða eitt af þeim tilvikum þar sem við not-
um orðið „orsök“. En við vitum líka að þetta er fremur óvenjulegt tilvik
af orsökun; sá sem talar getur bent á orsök hugsunar, tilfinningar eða
líkamshreyfingar á sama hátt og hann getur sagt frá staðsetningu sárs-
auka síns eða stöðu útlima sinna. Slíkar yfirlýsingar eru ekki byggðar á
athugunum.
Við getum ekki heldur sagt: „Nú, svokölluð ástæða hreyfingar er orsök
en ekki ástæða í skilningnum „ástæða til athafnar" þegar hreyfingin er
óviljandi. A hinn bóginn er um að ræða ástæðu fremur en orsök þegar
hreyfingin er framin af ásetningi.“ Ástæðan er annars vegar sú að til-
gangur þessarar rannsóknar í heild er í raun að varpa ljósi á hugtök á
borð við viljandi og af ásetningi og hins vegar að einnig má benda á
„ástæðu“ sem einungis er „orsök“ fyrir því sem er viljandi og framið af
ásetningi. Til dæmis: „Hvers vegna gengurðu svona fram og aftur?“ -
„Það er lúðrasveitin sem æsir mig svona.“ Eða „Hvað fékk þig til að
skrifa undir skjalið á endanum?“ - „Hugsunin um að það væri skylda
mín hélt áfram að sækja á huga minn þar til ég sagði við sjálfa mig: ‘Ég
get ekki annað’ og skrifaði svo undir.“
Nú getum við séð að þar sem þessi vandi kemur upp er orsökin sjálf,
sem orsök (eða kannski við ættum frekar að tala um orsökunina), meðal
þess sem vitað er án frekari athugunar.
Ég mun kalla þá gerð orsakar sem hér um ræðir andlega orsök. And-
legar orsakir eru ekki aðeins mögulegar sem orsakir athafna („her-
göngutónlistin æsir mig, þess vegna geng ég fram og aftur“) heldur líka
sem orsakir tilfinninga og jafnvel hugsana. Þegar athafnir eru skoðaðar
er mikilvægt að greina milli andlegra orsaka og hvata. Þegar litið er til
tilfinninga, svo sem ótta eða reiði, er mikilvægt að greina milli andlegra
orsaka og viðfanga tilfinninganna. Lítum á nokkur dæmi þessu til
skýringar:
Barn sá rauðan efnisbút á stigapalli og spurði hvað þetta væri. Því
heyrðist barnfóstran segja að þetta væri bútur af Satani og varð mjög
óttaslegið. (Fóstran hefur væntanlega sagt að búturinn væri af satíni.)
Það sem barnið hræddist var efnisbúturinn en það voru orð fóstrunnar
sem voru orsök óttans. Viðfang ótta getur verið orsök hans en, eins og
Wittgenstein bendir á (Philosophical Investigations, § 476), er viðfangið
ekki sem slíkt orsök óttans. (Ogurlegt andlit á glugga mundi að sjálf-
30