Hugur - 01.01.2002, Side 53

Hugur - 01.01.2002, Side 53
Merking og sannleikur Hugur Gæsalappirnar ráða því hvort við tölum um orð eða hvort við tölum um snjó. Það sem afmarkast af gæsalöppunum er nafn á setningu sem sjálf inniheldur nafn á snjó, nefnilega ‘snjór’. Með því að segja að setningin sé sönn þá segjum við að snjór sé hvítur. Sannleiksumsögnin er tæki til af- vitnunar. Við getum játað þessari einföldu setningu með því einu að segja hana, og þurfum þá ekki á hjálp gæsalappa eða sannleiksumsagn- arinnar að halda. En ef við viljum halda fram óendanlegum fjölda setn- inga, þá kemur sannleiksumsögnin til góða. Við þurfum á henni að halda til að endurheimta vísun í hlutlægan veruleika þegar við viljum alhæfa með þeim hætti að við neyðumst til að tala um setningar. Setningu Tarskis má ekki alhæfa með eftirfarandi hætti: ‘p’ ef og aðeins ef p, vegna þess að ef við setjum ‘p’ í gæsalappir þá fáum við einungis nafn á tuttugasta og fyrsta staf stafrófsins en enga alhæfingar um setningar. Sannleiksumsögninni í sinni almennu notkun þar sem henni er skeytt aftan við skammtanlega breytu eins og í ‘x er sönn’, verður ekki útrýmt með neinu einföldu setningarsniði. Það er hægt að skilgreina hana eftir krókaleiðum, eins og Tarski sýndi fram á, en einungis ef tiltekin öflug tól eru til staðar. Merki og ævarandi setningar Nú þegar við höfum fært almenn rök fyrir því að það sem er satt séu setningar skulum við huga að nokkrum smáatriðum. Það sem er satt fyrst og fremst eru ekki setningar heldur töluð orð. Ef einhver segir orð- in ‘það er rigning’ í rigningu, eða ‘ég er svangur’ þegar hann er svangur, þá eru þessi töluðu orð sönn. Augljóslega getur sama setningin verið sönn þegar hún er sögð undir ákveðnum kringumstæðum en ósönn und- ir öðrum kringumstæðum. Á svipaðan hátt tölum við einnig um að letranir tiltekinna setninga séu sannar eða ósannar. Rétt eins og töluð orð geta verið sönn eða ósönn eftir því við hvaða kringumstæður þau eru sögð, þannig geta ólíkar letr- anir sömu setningarinnar verið ýmist sannar eða ósannar. Letrun setn- ingarinnar ‘þú skuldar mér tíu dollara’ getur verið sönn eða ósönn, allt eftir því hver skrifar hana, hvern hann ávarpar og hvenær. í afleiddri merkingu segjum við að setningarnar sjálfar séu sannar eða ósannar. Þessi málvenja er skaðlaus þegar í hlut eiga ævarandi setning- ar; setningar sem eru að eilífu sannar eða að eilífu ósannar, óháð því í 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.