Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 54
Hugur
W.V. Quine
hvaða tilfallandi kringumstæðum þær eru sagðar eða færðar í letur. Þeg-
ar kemur að ævarandi setningum koma setningar stærðfræðinnar fyrst
upp í hugann þar sem staður og stund skipta svo augljóslega engu máli
í stærðfræði. Næst koma lögmál eðlisfræðinnar upp í hugann, því enda
þótt þau fjalli um hinn efnislega heim með nærgöngulli hætti en lögmál
einberra talna þá er þeim ætlað að eiga við um alla tíma og alla staði.
En almennt eru þó ævarandi setningar ekki eins virðulegt safn og nafn-
ið og þessi dæmi gefa til kynna. Hversdagslegar staðhæfingar um létt-
vægar staðreyndir má gera að ævarandi setningum með því að bæta við
nöfnum og tímasetningu og strika út tíðir sagnorðanna. Setningarnar:
‘Það er rigning’ og ‘Þú skuldar mér tíu dollara’ samsvara þá: ‘Það er rign-
ing í Boston, Massachusetts þann 15. júlí 1968’ og ‘ Bernharður J.
Ortcutt skuldar W.V. Quine tíu dollara þann 15. júlí 1968’, þar sem farið
er með sagnorðin ‘rignir’ og ‘skuldar’ sem tíðalaus orð.
Peirce kallaði töluð orð og letranir merki viðkomandi setningar eða
orðmyndar, og orðmyndir eru svo aftur tegundir talaðra orða og letrana.
Frege talaði um tvö sanngildi, hið sanna og hið ósanna. I hnotskurn get-
um við þá sagt að ævarandi setningar séu þær setningar þar sem við-
komandi merki hafa öll sama sanngildi.
Við getum ímyndað okkur þá langsóttu tilviljun að sami strengurinn,
hvort sem hann samanstendur af hljóðum eða bókstöfum, tákni ‘2 < 5’ í
einu máli en ‘2 > 5’ í öðru. Þegar við segjum að ‘2 < 5’ sé ævarandi setn-
ing þá verðum við að líta á þetta sem setningu í okkar eigin tungumáli,
og við teljum sönn einungis þau merki sem eru töluð orð eða letranir sem
tilheyra okkar eigin málsamfélagi. Nærtækari tilviljun gæti leitt til þess
að ævarandi setning sem var sönn gæti orðið ósönn vegna breytingar
sem ætti sér stað í stöðugri þróun tungumálsins. Þetta frávik verðum við
einnig að líta á sem mismun tveggja mála: Tungumálsins eins og það er
í dag, og tungumálsins eins og það var á einhverjum öðrum tíma. Streng-
urinn sem um ræðir er og verður sönn og ævarandi setning í eldra máli.
Það vill bara svo til að hann birtist aftur sem ósannindi í öðru seinni
tíma máli.
Þegar við segjum að setning sé ævarandi þá segjum við það miðað við
tiltekið tungumál á tilteknum tíma.5 Vegna þessa vandræðalega afstæð-
is er það kostur, frá fræðilegum sjónahóli, að miða sanngildi við merki
því það er venjulega engin spurning um hvert tungumálið er eða á hvaða
stigi það er. Tungumálið sem um er að ræða er einfaldlega tungumál
þess sem hefur orðið á þeim tíma sem hann hefur orðið. En það getur
5 Þetta olli L.J. Cohen áhyggjum. L.J. Cohen (1962): The Diversity of Meaning,
(London, Methuen) bls. 232.
52