Hugur - 01.01.2002, Page 70

Hugur - 01.01.2002, Page 70
Hugur Stefán Snævarr menntaverki sem vera skal.30 Við gætum t.d. tekið gefna túlkun á Ham- let og kallað hana „túlkun á Hrafnkötlu“ en það virðist fáránlegt. Breski listspekingurinn David Best rær á sömu mið og Booth. Hann bendir á að við getum ekki talað um margar túlkanir á sama verki nema að gera ráð fyrir því að verkið hafi einhvers konar hlutlægan fasta. Ella gætum við sagt að þessar túlkanir eigi ekkert sameiginlegt, þær ^alli ekki um sama viðfangið og þá er út í hött að tala um fjölda túlkana á sama verki.31 Ég vil bæta við frá eigin brjósti að þótt tómt mál sé að tala um verkið-í-sér-sjálfu þá er hugmyndin um hlutlægan kjarna skáld- verka nauðsynleg leiðarhugmynd (þ. Regulative Idee) allra túlkana. Annars væri fullt eins hægt að kalla tiltekna túlkun á Hrafnkötlu „túlk- un á Hamlet“. Víkjum nú aftur að málflutningi Davids Best. Hann segir að þótt finna megi margar jafnréttar túlkanir á sama texta sé ekki þar með sagt að allar túlkanir séu jafngóðar. Til eru myndir sem sjá má frá einu sjónar- horni sem myndir af héra, frá öðru sjónarhorni sem myndir af önd. Samt er engin lífsins leið er að sjá myndina sem mynd af klukku. Eitthvað svipað gildir um túlkun listaverka, það er hægt að túlka Lé konung með ýmsum hætti en varla sem gamanleik. Sumar túlkanir eru verri en aðr- ar þótt margar séu jafnréttháar, segir Best og hefur lög að mæla.32 Nú gæti efasinninn svarað því til að vissulega beri að greina milli túlk- unar á verki X og verki Y en eftir standi að röklega séu til óendanlega margar mögulegar túlkanir á X annars vegar, Y hins vegar. Enginn vinn- andi vegur er að greina hafrana frá sauðunum, segir efasinninn . Hann gæti bætt við að náttúruvísindin eru í sama báti. Vísindalegar kenning- ar eru vansannaðar af staðreyndum og því má skýra sömu staðreyndir á ýmsa vegu. Vísindamaðurinn verður að skálda í eyðurnar, kveðast á við heiminn. Efasinninn gæti talið vansönnunina merki þess að bæði nátt- úruvísindi og bókmenntafræði svífi í lausu lofti. En þá er nærtækt að líta svo að allar kenningar séu þessu marki brenndar, þar með talin kenning efasinnans um að jafnt náttúru- sem hugvísindi svífi í lausu lofti og þá er erfitt að taka þá kenningu alvarlega. Því er engin sérstök ástæða til að taka hana fram fyrir hina gagnstæðu skoðun. Þess utan verður ekki 30 Wayne C. Booth: The Company We Keep:An Ethics ofFiction (Berkeley: Univers- ity of California Press, 1988) bls. 84. 31 Við má svo bæta að þá getur ekki verið til fjöldinn allur ósammælanlegum túlk- unum! Við getum ekki sagt að hver túlki með sínum hætti því að þá eru engar túlkanir, sérhver „túlkun" er eigið skáldverk. 32 Best: Feeling and Reason in the Arts (London: The Falmer Press, 1985) bls 19. Eco tekur í sama streng. Eco: „Interpretation and Overinterpretation", Collini (ritstj.) 1992a, bls 45-66. 68 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.