Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 76

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 76
Hugur Stefán Snævarr zemblískra miðaldabókmennta.44 í öðru lagi talar sögumaður bókarinn- ar um „Our Zemblan counterpart to the Elder Edda“.45 I þriðja lagi er talað um ástmann drottningarinnar í Zemblu og nefnist sá Otar. I fjórða lagi er nefnt til sögunnar skáldið Arnor og tekið fram að sá hafi ekki ort á forníslensku.46 í fimmta lagi er talað um Eystein málara47 og til að kóróna allt saman segir lífVörður konungs á Zemblumáli „Yeg ved ik“ sem útlagt þýðir „ég veit ekki“.48 Þannig má efla túlkun McCarthys rök- um sem hún augljóslega hefur ekki gert sér grein fyrir að væru möguleg. Af þessu leiðir að „norðurtilgátan“ er ekki lukt inni í hugarheimi McCarthys, segja má að tilgátan sé íbúi í þriðja heiminum hans Popp- ers.49 Það þýðir að túlkun hennar getur vart verið huglæg í þeim skiln- ingi að hún (túlkunin) sé hugarburður túlkandans. Sé rangt að stað- reyndir um skáldverk séu bara sköpunarverk túlkanda þá er engin ástæða til að ætla annað en að ég hafi rökstutt norðurtilgátuna með til- vísun til staðreynda um Pale Fire. Það þýðir að norðurtilgátan er rök- styðjanleg og því er til a.m.k. ein túlkun sem er því markinu brennd. Við þetta ber að bæta að sé róttæk afstæðishyggja röng þá getum við sagt með góðri samvisku að gildi norðurtilgátunnar sé altækt. Hver sem er á að geta metið réttmæti þeirra raka sem sem hníga að tilgátunni. Þetta gerir rökin líka fallvölt, kannski hefur mér yfirsést eitthvað í bók Nabok- ovs sem rýrir gildi þeirra. Ofan á bætist að ég sé ekki að túlkunin gangi í berhögg við meintar staðreyndir um bókmenntaverkið né heldur finn ég röklegar mótsagnir í henni. Þá á efasinninn eiginlega bara einn leik eftir, þann að efa að túlkun mín á Pale Fire innihaldi neitt annað en sjálfsögð sannindi sem komi skilningi á bókinni lítið við. í besta falli sé þetta fílólogísk túlkun vegna 44 Nabokov (1962), bls. 80. 45 Sama, bls. 117. 46 Sama, bls. 118. 47 Sama, bls. 143. 48 Sama, bls. 145. 49 Þriðji heimurinn er heimur fyrirbæra sem eru afurð hugarstarfsemi en hafa öðl- ast eiginleika sem ekki eru eiginleikar hugarins. Setji ég fram yrðingu er hún sköpunarverk huga míns en hefur málfræðilega eiginleika sem ekki koma huga mínum neitt við. Eg get sett yrðinguna fram án þess að vita hvað málfræði er. Kenning sem ég set fram getur haft þann eiginleika að vera mótsagnakennd þó að ég viti ekki af því. Mál, kenningar og listaverk eru meðal íbúa þriðja heims- ins. Taka mætti íslenska ástarsögu frá sjöunda áratugnum sem dæmi. Sagt er um aðalpersónuna, fátæka stúlku úr sveit, að hún eigi enga kápu og fari kápu- laus í heimsókn. Þegar hún kveður fer hún í gömlu, slitnu kápuna sína! Vissi höfundur af þessari mótsögn? Karl Popper: Objective Knowledge. An Evolution- ary Approach (Oxford: Clarendon Press, 1972). 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.