Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 76
Hugur
Stefán Snævarr
zemblískra miðaldabókmennta.44 í öðru lagi talar sögumaður bókarinn-
ar um „Our Zemblan counterpart to the Elder Edda“.45 I þriðja lagi er
talað um ástmann drottningarinnar í Zemblu og nefnist sá Otar. I fjórða
lagi er nefnt til sögunnar skáldið Arnor og tekið fram að sá hafi ekki ort
á forníslensku.46 í fimmta lagi er talað um Eystein málara47 og til að
kóróna allt saman segir lífVörður konungs á Zemblumáli „Yeg ved ik“
sem útlagt þýðir „ég veit ekki“.48 Þannig má efla túlkun McCarthys rök-
um sem hún augljóslega hefur ekki gert sér grein fyrir að væru möguleg.
Af þessu leiðir að „norðurtilgátan“ er ekki lukt inni í hugarheimi
McCarthys, segja má að tilgátan sé íbúi í þriðja heiminum hans Popp-
ers.49 Það þýðir að túlkun hennar getur vart verið huglæg í þeim skiln-
ingi að hún (túlkunin) sé hugarburður túlkandans. Sé rangt að stað-
reyndir um skáldverk séu bara sköpunarverk túlkanda þá er engin
ástæða til að ætla annað en að ég hafi rökstutt norðurtilgátuna með til-
vísun til staðreynda um Pale Fire. Það þýðir að norðurtilgátan er rök-
styðjanleg og því er til a.m.k. ein túlkun sem er því markinu brennd. Við
þetta ber að bæta að sé róttæk afstæðishyggja röng þá getum við sagt
með góðri samvisku að gildi norðurtilgátunnar sé altækt. Hver sem er á
að geta metið réttmæti þeirra raka sem sem hníga að tilgátunni. Þetta
gerir rökin líka fallvölt, kannski hefur mér yfirsést eitthvað í bók Nabok-
ovs sem rýrir gildi þeirra. Ofan á bætist að ég sé ekki að túlkunin gangi
í berhögg við meintar staðreyndir um bókmenntaverkið né heldur finn
ég röklegar mótsagnir í henni.
Þá á efasinninn eiginlega bara einn leik eftir, þann að efa að túlkun
mín á Pale Fire innihaldi neitt annað en sjálfsögð sannindi sem komi
skilningi á bókinni lítið við. í besta falli sé þetta fílólogísk túlkun vegna
44 Nabokov (1962), bls. 80.
45 Sama, bls. 117.
46 Sama, bls. 118.
47 Sama, bls. 143.
48 Sama, bls. 145.
49 Þriðji heimurinn er heimur fyrirbæra sem eru afurð hugarstarfsemi en hafa öðl-
ast eiginleika sem ekki eru eiginleikar hugarins. Setji ég fram yrðingu er hún
sköpunarverk huga míns en hefur málfræðilega eiginleika sem ekki koma huga
mínum neitt við. Eg get sett yrðinguna fram án þess að vita hvað málfræði er.
Kenning sem ég set fram getur haft þann eiginleika að vera mótsagnakennd þó
að ég viti ekki af því. Mál, kenningar og listaverk eru meðal íbúa þriðja heims-
ins. Taka mætti íslenska ástarsögu frá sjöunda áratugnum sem dæmi. Sagt er
um aðalpersónuna, fátæka stúlku úr sveit, að hún eigi enga kápu og fari kápu-
laus í heimsókn. Þegar hún kveður fer hún í gömlu, slitnu kápuna sína! Vissi
höfundur af þessari mótsögn? Karl Popper: Objective Knowledge. An Evolution-
ary Approach (Oxford: Clarendon Press, 1972).
74