Hugur - 01.01.2002, Page 77
Sálin í Hrafnkötlu'
Hugur
þess að ég stundi sparðatíning sem nálgist meira fílólógíu en eiginlega
bókmenntatúlkun. Svo gæti hann bætt við að ekki verði séð að staðsetn-
ing Zemblu komi bókinni við sem bókmenntaverki.50 Mitt svar er að
staðsetningin sem slík er ekki aðalmálið. Kjarni málsins er að ef norð-
urtilgátan er sönn þá styrkist sú túlkun á Pale Fire að ekkert sé sem
sýnist í sögunni, enginn skortur á fólskum „assjúrönsum“ (það sýnir líka
að túlkunin inniheldur meira en sjálfsögð sannindi). Þess vegna fellur
„norðurtilgátan“ undir síðari lið þeirrar skilgreiningar sem ég gaf á túlk-
un fyrr í þessum texta. Norðurtilgátan er nefnilega kenning um eina af
mikilsverðum hliðum verksins. Þess utan verður ekki séð að hún sé bein
lýsing á verkinu því hún er tilgáta um þætti sögunnar sem ekki liggja
ljósir fyrir.
Af ofansögðu verður ekki annað séð en að túlkun mín falli bæði undir
skilgreiningu mína á bókmenntatúlkun og skilgreiningu mína á skyn-
samlegri túlkun. Sigurinn er því unninn, til er að minnsta kosti ein
skynsamleg túlkun og erfitt að sjá að hún sé ein á báti. Almenn efa-
hyggja á ekki við rök að styðjast og hið sama gildir um efahyggju al-
mennt.
Lokaorð
Niðurstaða mín er því sú að efahyggjumenn hafi í megindráttum á röngu
að standa. Við getum stutt og hrakið túlkanir með rökum sem hafa al-
tækt gildi. Eins og við munum þá skilgreindi ég efahyggju sem þá skoð-
un að túlkanir verði hvorki rökstuddar né hraktar með rökum sem hafa
altækt gildi. Samt er hlutlægnishyggja ekki góður kostur, vandséð er
hvernig sanna megi að bókmenntaverk hafi hlutlægt eðli og að til séu
óvéfengjanlegar túlkanir. Játað skal að það er sannleikskjarni í efa-
hyggju, líklega er bæði huglægur og afstæður þáttur í flestum, jafnvel
öllum túlkunum. Vafalaust skáldum við í eyður textans en skáldskapur-
inn sá er misgóður eins og gengur. Og víst er um að túlka má texta með
ýmsum hætti og sjálfsagt eru túlkanir okkar fallvaltar. Þótt hin eina
sanna túlkun væri til og við slysuðumst til að höndla hana er ekki þar
með sagt að við hefðum pottþéttar aðferðir til að sanna að svo væri. Hug-
myndin um hina einu réttu túlkun getur aldrei orðið annað en leiðsögu-
hugmynd, markmið sem við reynum að stefna að en fáum tæpast náð.
En við getum greint hismið frá kjarnanum, við erum ekki rígbundin á
klafa samtíma og samfélags. Rétt er að fylgja því sem ég kalla „skynsam-
50 Segja má að Livingston hafi svarað ásökunum um sparðatíning fyrir mína hönd.
75