Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 77

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 77
Sálin í Hrafnkötlu' Hugur þess að ég stundi sparðatíning sem nálgist meira fílólógíu en eiginlega bókmenntatúlkun. Svo gæti hann bætt við að ekki verði séð að staðsetn- ing Zemblu komi bókinni við sem bókmenntaverki.50 Mitt svar er að staðsetningin sem slík er ekki aðalmálið. Kjarni málsins er að ef norð- urtilgátan er sönn þá styrkist sú túlkun á Pale Fire að ekkert sé sem sýnist í sögunni, enginn skortur á fólskum „assjúrönsum“ (það sýnir líka að túlkunin inniheldur meira en sjálfsögð sannindi). Þess vegna fellur „norðurtilgátan“ undir síðari lið þeirrar skilgreiningar sem ég gaf á túlk- un fyrr í þessum texta. Norðurtilgátan er nefnilega kenning um eina af mikilsverðum hliðum verksins. Þess utan verður ekki séð að hún sé bein lýsing á verkinu því hún er tilgáta um þætti sögunnar sem ekki liggja ljósir fyrir. Af ofansögðu verður ekki annað séð en að túlkun mín falli bæði undir skilgreiningu mína á bókmenntatúlkun og skilgreiningu mína á skyn- samlegri túlkun. Sigurinn er því unninn, til er að minnsta kosti ein skynsamleg túlkun og erfitt að sjá að hún sé ein á báti. Almenn efa- hyggja á ekki við rök að styðjast og hið sama gildir um efahyggju al- mennt. Lokaorð Niðurstaða mín er því sú að efahyggjumenn hafi í megindráttum á röngu að standa. Við getum stutt og hrakið túlkanir með rökum sem hafa al- tækt gildi. Eins og við munum þá skilgreindi ég efahyggju sem þá skoð- un að túlkanir verði hvorki rökstuddar né hraktar með rökum sem hafa altækt gildi. Samt er hlutlægnishyggja ekki góður kostur, vandséð er hvernig sanna megi að bókmenntaverk hafi hlutlægt eðli og að til séu óvéfengjanlegar túlkanir. Játað skal að það er sannleikskjarni í efa- hyggju, líklega er bæði huglægur og afstæður þáttur í flestum, jafnvel öllum túlkunum. Vafalaust skáldum við í eyður textans en skáldskapur- inn sá er misgóður eins og gengur. Og víst er um að túlka má texta með ýmsum hætti og sjálfsagt eru túlkanir okkar fallvaltar. Þótt hin eina sanna túlkun væri til og við slysuðumst til að höndla hana er ekki þar með sagt að við hefðum pottþéttar aðferðir til að sanna að svo væri. Hug- myndin um hina einu réttu túlkun getur aldrei orðið annað en leiðsögu- hugmynd, markmið sem við reynum að stefna að en fáum tæpast náð. En við getum greint hismið frá kjarnanum, við erum ekki rígbundin á klafa samtíma og samfélags. Rétt er að fylgja því sem ég kalla „skynsam- 50 Segja má að Livingston hafi svarað ásökunum um sparðatíning fyrir mína hönd. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.