Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 86

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 86
Hugur Atli Harðarson þetta sé ein af mikilvægustu ráðgátum heimspekilegrar siðfræði en það er vani að telja greiningu á hugtökum (eins og greiningu Aristótelesar á dyggðunum í Siðfræði Níkomakkosar eða greiningu Rawls á hugtakinu réttlæti) og margt fleira til heimspekilegrar siðfræði. Það er engin leið að útiloka það fyrirfram að heimspekileg greining geti leitt í ljós að ein- hverjar hugmyndir um gott líf séu mótsagnakenndar og þar með rangar eða að einhver stefna sé sú eina sem samræmist mannréttindum og hún sé þar með rétt. Þótt það sé ekki meginhlutverk heimspekinnar að veita mönnum leiðsögn um lífið þá hafa heimspekingar samt stundum góðar ástæður til að setja upp vegvísa og jafnvel að taka að sér hlutverk lög- gjafa og dómara. Ef Vilhjálmur meinar bara að það sé ekki meginhlutverk heimspek- inga að boða lífsgildi og að í mörgum tilvikum séu aðrir (sálfræðingar, skáld, fólk með lífsreynslu eða næmar tilfinningar) betur til þess fallnir þá hef ég ekkert við skoðun hans að athuga. En ég er hræddur um að hann meini eitthvað meira en bara þetta. Fullyrðingar hans byggjast á greinarmun á leikreglum og lífsgildum sem ég held að geri of lítið úr vægi heimspekilegra röksemda í umræðum um lífsgildi. Á siðfræðikennsla í skólum að innihalda einhvern siðferðilegan boðskap? Það siðferði sem við lifum eftir og tekst vonandi að kenna næstu kynslóð er tvíþætt. Annar þátturinn felur í sér hugmyndir um gott mannlíf, hvernig fólk á að vera, eftir hverju ber að sækjast o. s. frv. Þótt víðtækt samkomulag sé um aðalatriði eins og að menn eigi að vera tillitssamir og heiðarlegir og leggja rækt við hæfileika sína fer því fjarri að allir séu sammála um inntak hins góða lífs. Sumir álíta t.d. að helgihald og guðsdýrkun séu forsendur fyrir farsælu mannlífi, aðrir að þetta séu leif- ar af frumstæðum og úreltum hugsunarhætti. Sumir telja að börnum sé hollast að vera alin upp við strangan aga, aðrir að rétt sé að gefa þeim lausan tauminn. Þannig mætti lengi telja. Hinn þáttur siðferðisins er til vegna þess að menn sem hafa ólíkt gildismat þurfa að hafa samkomulag um siðareglur, einhvers konar griðasáttmála, til þess að geta lifað sam- an í friði þrátt fyrir ágreining sinn. Þessi greinarmunur sem ég geri á gildismati og reglum sem menn koma sér saman um til að geta lifað í friði þrátt fyrir ólíkt gildismat er líkur þeim greinarmun sem Vilhjálmur gerir á lífsgildum og leikreglum (bls. 146 o. áf.). Sigríður virðist gera áþekkan greinarmun þar sem hún segir: „Virðing fyrir persónunni er algildishæft siðalögmál, sem allir að 84 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.