Hugur - 01.01.2002, Side 88

Hugur - 01.01.2002, Side 88
Hugur Atli Harðarson manna. Þær voru samþykktar af mönnum sem bjuggu að sameiginleg- um menningararfi, höfðu lesið sömu Biblíuna og sömu latínuskruddurn- ar og áttu nógu margt sameiginlegt til að geta náð samkomulagi. Það er engin ástæða til að ætla að allir menn séu fáanlegir til að fallast á þess- ar sömu leikreglur. Til að menn nái samkomulagi um leikreglur þurfa þeir að vera sammála um sum lífsgildi og þegar leikreglurnar eru orðn- ar til geta þær stuðlað að enn víðtækara samkomulagi um gildismat. Op- in, lýðræðisleg samfélög þar sem mannréttindi eru í heiðri höfð ýta und- ir gildismat sem leggur áherslu á einstaklingseðli, frelsi og sjálfstæði. Ég held að Hegel hafi fyrstur manna bent á hvernig þetta samspil leik- reglna og lífsgilda gefur vestrænum ríkjum þann styrk sem þau hafa (Réttarspekin §262). Þegar ég segi að ekki séu ástæður til að ætla að allir menn fáist til að samþykkja þær leikreglur sem eru undirstaða lýðræðislegra stjórnar- hátta er ég ekki að útiloka að hægt sé að styðja þær gildum rökum, að- eins að benda á að upphaflega byggðust rökin fyrir þeim á forsendum sem menn hefðu ekki fallist á nema vegna þess að þeir höfðu svipað gild- ismat. Rök sem knýja þorra manna til samþykkis eru enn ekki fullmót- uð. Viskufuglinn flýgur á kvöldin eins og Hegel sagði í formála Réttar- spekinnar. Leikreglurnar sem Sigríður og Vilhjálmur ræða um byggja á tilteknum lífsgildum og þær ýta líka undir visst gildismat. Raunar virðist mér að þau geri sér þetta ljóst þó þau hiki við að draga af því rökréttar ályktan- ir. Sigríður segir t.d.: „Siðfræðikennsla sem hefur siðferðilegt sjálfræði að leiðarljósi hangir því ekki í lausu lofti, eins og lífsgildasinnar óttast, heldur miðlar hún með óbeinum hætti hugsjónum lýðræðissamfélagsins og réttarríkisins um réttlæti, samstöðu, frelsi og umburðarlyndi“ (bls. 86-7) og Vilhjálmur segir „leikreglur [standa] vörð um mikilvæg gildi og lífsgildi eru oft sett fram í formi siðareglna“ (bls. 146). Sigríður varar við því (bls. 80) að siðfræðikennsla snúist um að inn- ræta nemendum lífsgildi og Vilhjálmur tekur í sama streng þar sem hann segir um siðfræðikennslu á grunnskólastigi: „Það væri í samræmi við frjálslyndisstefnuna að haga henni þannig að nemendur lærðu að rökræða þær leikreglur sem þeir rækjust á í samskiptum sínum fremur en að boða þeim tiltekin lífsgildi“ (bls. 151). Ég get tekið undir þetta með þeim ef því er bætt við að siðfræðikennsla eigi ekki heldur að innræta nemendum leikreglur enda sé ég ekki betur en lífsgildum hljóti alltaf að vera laumað með ef mönnum eru innrættar siðferðilegar reglur. Eins og ég gerði grein fyrir í fyrri hluta þessa erindis hljóta skólar að innræta nemendum sínum siðferðilega kosti og vinna gegn andfélags- legri og ósiðlegri hegðun og hugsunarhætti eins og einelti eða skemmd- 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.