Hugur - 01.01.2002, Page 92
Hugur
Jón Ólafsson
mæti og verðmætadóma, að hve miklu leyti hægt sé að ímynda sér sið-
fræði eða siðfræðilega rökræðu og umræðu án þeirra.
Deila Vilhjálms við þá Róbert og Jón er það sem ég hyggst einbeita mér
að í þessari grein. En með því að íjalla um ágreining þeirra fylgi ég leið-
arstefi ritsins. í greinum sínum, sem vitnað er til í rökræðu þeirra þre-
menninga, hefur Vilhjálmur fært rök fyrir þeirri skoðun að siðfræðingar
eigi ekki fást um lífsgildi. Hann heldur því fram að eiginleg siðfræði snú-
ist um að móta sanngjarnar leikreglur ekki um að rannsaka eða gera
upp á milli lífsgilda. Jón og Róbert telja að siðfræði sé lítils virði, snúist
hún ekki um gott og illt, um lífið sem sé þess virði að því sé lifað, um hin
sönnu verðmæti. Þeir saka Vilhjálm um margvíslegar ávirðingar, mis-
skilning eða mistúlkun á sögu heimspekinnar og sögulegum heimspek-
ingum allt frá Aristótelesi til Kants fyrir nú utan að vera ósammála hon-
um um niðurstöðuna.
Þó að Vilhjálmur telji sig kannski ekki fylgismann Kants, þá dregur
hann ekki dul á að megindrættirnir í rökum hans séu frá honum komn-
ir og hann leggur áherslu á kantiskan uppruna þeirra kenninga í heim-
speki sem hann sækir mest til en það eru samræðusiðfræði Jurgens Ha-
bermas og stjórnmálaheimspeki Johns Rawls. Það sést vel á upphaflegri
grein hans „Leikreglur og lífsgildi“ sem ágreiningurinn sprettur af að
hann telur það varasamt að siðfræðin eða siðfræðingar gerist boðberar
tiltekinna lífsgilda. Með öðrum orðum: Réttnefnd siðfræðileg rökræða á
að vera hlutlaus um lífsgildi.1
Hvort kemur á undan reglur eða gildi?
Röksemdir Vilhjálms má nálgast úr tveimur áttum. Annars vegar með
því að huga að einstaklingnum og hlutverki siðfræðilegrar rökhugsunar
í því starfi einstaklingsins að móta líf sitt, kjósa sér lífsgildi og skapa sér
lífsskilyrði. Hins vegar með því að horfa á samfélagið og velta fyrir sér
hverskonar konar rökræða um siðferði sé nauðsynlegur hluti af sjálfsyf-
irvegun samfélagsins.
Þeir Róbert og Jón gagnrýna Vilhjálm báðir á þeim forsendum að hann
hafni einu mikilvægasta hlutverki siðfræðinnar sem sé einmitt leiðbein-
ingin og liðveislan við að hugsa um eigið líf. I niðurlagi greinar sinnar
bendir Jón á að „Spurningin ‘hvernig verður lífinu best lifað?’ er ein
þeirra heimspekilegu spurninga sem menn hafa spurt sig frá ómunatíð“2
og Róbert bendir á að það sé tæplega í samræmi við siðfræði Kants eða
1 Vilhjálmur Árnason 1997 Broddflugur (Reykjavík: Siðfræðistofnun) bls. 201.
2 Jón Á. Kalmansson 1999 „Hlutverk siðfræðinnar“ bls. 217.
90