Hugur - 01.01.2002, Side 109
Frelsi sem bann gegn þröngvun
Hugur
stefnumótunar þar sem meginatriðið er að útiloka geðþóttaákvarðanir
valdhafa.
Engilsaxneska hefðin, sem Thomas Hobbes hefur haft svo mikil áhrif
á (jafnvel John Rawls segir að Leviathan sé best bóka um stjórnskipun),
telur hvaða inngrip laga og þar með stjórnvalda sem er vera sama eðlis.
Allt inngrip (í hinum bókstaflega skilningi Hobbes: Hindrun athafnar)
er frelsisskerðing. Ur þessum jarðvegi er sprottið markmiðið um lág-
marksríkisvald. Ur því að öll lög skerða frelsi er eina leiðin að hafa sem
fæst lög og heimila inngrip í sem fæst viðfangsefni einstaklinga.
Pettit hafnar þessu, en telur lýðræðislegt, rökbundið inngrip réttarrík-
is fyllilega geta samrýmst frelsi einstaklinga. Þannig nálgast hann, án
þess þó að geta þess sjálfur í bókinni, meginlandshugmyndina um rétt-
arríkið (þ. Rechtsstaat) en fjarlægist engilsaxnesku hugmyndina (e. rule
of law). Þannig fer að skipta máli hvernig ríkið er, hvernig ríkisvaldi er
framfylgt fremur en hvar það megi athafna sig og hvar ekki. Leiðar-
hnoða Pettits er að koma skuli í veg fyrir geðþóttavald. Vopnaður frels-
ishugtakinu bann gegn drottnun verður hann fær um að gefa umfjöllun
um hefðbundnar stofnanir ríkisins, dómstóla, ríkisstjórnir og þing ferskt
inntak. Ennfremur gerir þetta hugtak honum kleift að leggja til fram-
sækna stefnumótun í málefnum sem hefðbundið ríkisvald á vesturlönd-
um hefur átt bágt með að bregðast við, s.s. kvenfrelsi og umhverfisvernd.
Kenning Pettits er vandlega römmuð af innan þess stjórnkerfis sem öll
Evrópa hefur sameinast um með aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu
og oft er kennt við frjálslyndisstefnu og stjórnarskrárbundið lýðræði.
Stríði hugmyndanna sem Isaiah Berlin skrifaði inn í er lokið að svo
miklu leyti sem það varðaði stjórnarfar. Þar er ekki lengur um tvo póla
að velja en valið þar með talsvert flóknara og fjölþættara. Veikleiki bók-
ar Philips Pettits er að í henni reynir hann að ná utan um flestar hug-
myndastefnur sem nú eru uppi í stjórnmálaheimspeki. Fyrir vikið dreif-
ist röksemdafærslan og veikist. Hitt er annað að endurskoðun hinnar
viðteknu og hefðbundu hugmyndar um „vestrænt“ frelsi var tímabær
þegar Quentin Skinner hóf hana á áttunda áratugnum með því að draga
fram mikilvægi lýðveldishefðarinnar fyrir þróun engilsaxneskrar stjórn-
málaheimspeki. Og þótt Skinner og Pettit séu ekki alveg á einu máli,
fínnst mér ljóst að framlag Pettits með bókinni Republicanism er örv-
andi, uppbyggilegt og gagnlegt þeim sem áhuga hafa á nýjum hugmynd-
um í stjórnspeki.
107