Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 8
2
BÚNAÐARRIT
sagt hafa þeir þá þegar átt í vök að verjast gegn áreitni
nágranna sinna við þennan atvinnuveg.
Um 1230 fá Viðeyingar Ásgeiri presti Guðmundssyni
á Gufunesi ítök í Viðey fyrir að veiða ekki æðarfugl á
Gufunesi; má af því sjá, að þá hefir verið stundað æðar-
varp í Viðey, og Viðeyingar því látið sér ant um, að
æðarfuglinn væri ekki drepinn á næstu grösum; buðu
þeir klerki, að hann skyldi hafa hvort er hann vildi,
Lundey eða gullhring þann, er komu til 12 hundruð, en
hann kaus eyna1). En af þessu má líka ráða, að Viðey-
ingar hafa talið æðarfuglaveiðina á Gufunesi spilla varpi
sínu. Lög vor frá þjóðveldistímanum sýna líka, að for-
feðrum vorum hefir þótt þörf á að friða æðarfuglinn;
eru ákvæði um það í Grágás, sem síðan eru tekin upp
í Jónsbók, sem lögtekin var á ofanverðri 13. öld. Mælir
Jónsbók svo fyrir um þetta: „Vali alla, elftur og gæss
og alla aðra fugla ómerkta á hver maður á sinni jörðu,
leiguliði sem landsdrottinn, nema frá sé skilt í kaupi
þeirra, utan þernur, æður og andir skal engi maður veiða
nær annars landi en 2 hundruð faðma tólfræð sé til
eggvers annars manns, og eigi skal maður þá fugla veiða
svo mjög í sínu landi, þó firr sé eggveri hins, og skyn-
sömum mönnum 6 þeim, er næstir búa, þyki þess ván,
að eggver spillist af því. En ef hann veiðir annan veg,
en nú er mælt, tvigildi hann fyrir fugla þá, er hann
veiddi, þeim er eggver á, en konungi hálfa mörk“
(Landsieigubálkur 57. kap., sbr. Grágás Lbrb. 47. kap.).
Ákvæði þessi stefna að vísu í friðunaráttina, en næsta
skamt ná þau, veiði æðarfuglsins að eins bönnuð í vissri
fjarlægð frá eggverum og þar sem 6 skynsamir ná-
grannar telja þess von, að eggver spillist. Hér er því um
enga algerða friðun að ræða. Eftir sem áður mátti veiða
fuglinn utan þessara takmarka, og þau heldur ekki fast
ákveðin að því leyti, sem það var í hvert skifti komið
1) íslenzkt Fornbréfasafn I, bls. 497.