Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 53
BÚNAÐARRIT
47
hans til eggjanna neyði hann til að reyta af sér meiri
dún, en miklu verri verður sá dúnn en hinn, sem losnar
að náttúrlegu eðli, og því lítilsvirði í samanburði við hann.
Auk þess hlýtur þessi harðneskjulega meðferð á aum-
ingja fuglinum að gera hann kulvísari og því ver undir
veturinn búinn. Það verður þvi aldrei of vel brýnt fyrir
varpeigendum, að taka dúninn mjög gætilega. Séu engin
egg tekin, væri auðvitað lang-réttast gagnvart fuglinum
að taka engan dún fyr en varpinu er lokið eða fuglinn
er farinn með unga sína úr hreiðrinu, en þá eiga varp-
eigendur það á hættu, að dúnninn stór-skemmist í hreiðr-
unum eftir útleiðsluna, ef rigning vill til áður en hann
næst, og auk þess getur hann líka fokið, og það enda
áður en fuglinn hefir yfirgefið hreiðrið, því oft stendur
nokkuð af dúnkraganum umhverfis eggin út undan fugl-
inum. Vegna þess verður að smátaka dúninn, þegar líður
á varptímann, enda er þá vanalega farið að hlýna svo í
veðrinu, að eggjunum er engin hætta búin, en mikillar
varúðar verður jafnan að gæta í þessu atriði.
Vanalega er dúnninn aðgreindur jafnóðum og hann
er tekinn úr hreiðrinu; er dúnninn, sem fyrst er tekinn,
béztur, en sá síðasti, sem er undir eggjunum, útleiðslu-
dúnninn, lakastur. í dúnt.ekjunni má oft nota þennan
lakari dún sér til hagræðis á þann hátt, að láta hann í
óútleidd hreiður, sem komin eru að útungun, en taka
betri dún úr þeim; er með því betri dúninum oft forðað
við regni, sem komið getur til næstu leitar, er fuglinn
er farinn, en eggjunum skjól að þessum dún þann stutta
tíma, sem þau eiga eftir að vera í hreiðrinu.
7. Eggjntiiknii.
Hún hefir jafnan verið varpeigendunum viðkvæmt mál,
og margir þeirra hafa talið gengið allnærri eignarétti sín-
um með eggjafriðuninni. Til skamms tíma hefir það kent
nokkurrar ósamkvæmni hjá lóggjafarvaldinu, að leggja