Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 66
60
BÚNAÐARRIT
Félagsskapur, samtök og samvinna í þessum atvinnu-
veg sem öðrum geta þó sjálfsagt orðið honum til
eílingar.
Nú er samvinnufélagsskapurinn nýtekinn að færast í
aukana hjá oss; væri það meira en leitt, ef varpeigendur
teldu þann félagsskap sér óviðkomandi. Verkefni er hér
nóg fyrir höndum.
Ef varpbændur í ölium helztu varphéruðum landsins
byndust samtökum um að hefja leiðangur gegn öilum
óvinum æðarfuglsins, er lítill efl á því, að friðunarlög-
unum yrði betur framfylgt, og gæti það orðið æðarvarps-
ræktinni til ómetanlegs gagns.
Þá eru samtök og samvinna til að verka dúninn og
útvega honum betri markað erlendis. Nú fer hver varp-
eigandi með sinn dúnpinkil í kaupstaðinn, og er þó ólíkt
gróðavænlegra að selja dúninn í heildsölu frá sem stærst-
um svæðum á landinu.
Smjörbúa og slátrunarfélaga samvinnan heflr sýnt, hve
mikið hefir áunnist til stórbættrar verkunar og verzlunar
með smjörið og kjötið okkar, sem eftir margra alda ó-
verkun og verðleysi er nú komið í allgott álit á heims-
markaðinum.
Því ekki að reyna að koma æðardúninum okkar, sem
i raun og veru er dýrindisvara, í sama álit?
Dúnverkunin hjá oss er bæði ófullkomin og svo óvin-
sælt verk nú orðið, að til vandræða horfir með að fá
nokkurn mann til að hreinsa dún með þeim ófullkomnu
og óhentugu tækjum, sem hér hafa verið notuð um
langan aldur.
Þetta verk mætti sjálfsagt auðvelda mikið með betri
og fullkomnari verkfærum og gera dúninn jafnframt að
betri vöru.
Tveir hugvitsmenn, þeir Magnús Þórarinsson á Hall-
dórsstöðum í Bárðardal og Guðmundur Davíðsson á Hraun-
um, hafa hvor í sínu lagi fundið upp dúnhreinsunarvélar,
sem gengið geta hvort heldur er íyrir vatns, steinoliu,