Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 102
96
BÚNAÐARRIT
Um holdafar flokkanna er það að segja, að þeir voru
jafnari en í fyrra. Einkum voru hey-ærnar betri. Síldar-
mjöls- og lýsis-ærnar (5. fl.) voru beztar að átaki. Lýsis-
ærnar (2. fl.) voru mjög frjóholda, og voru nær allar
með rúkraga.
Heilbrigði var ágæt, að undantekinni einni á í 3. fl.,
er fékk skitusótt snemma í maí, sem batnaði eigi fyr en
um miðjan mánuð. Lét hún tveimur vanburða lömbum,
og lifði eigi nema annað.
Tilraununum hætti eg um miðjan mai, er ærnar fóru
að bera. Bar fullur helmingur af ánum í húsi.
Meðalþyngd þeirra lamba, er eg náði í að vega nýfædd, var:
1. fl. 1 BÍnlembingai ■ 6,75 kg., tvílembingar 9,75 kg.
2. - — 7,00 — 10,50 —
3. ■ — 7,20 — 11,00 —
4. - — 7,00 — 10,5 —
5. - — 7,5 - 11,2 -
Frjósemi flokkanna var:
1. fl. 5 einiembdar, 3 tvílembdar
2. - 7 — 1
3. - 6 — 2
4. - 5 — 3
5.-5 — 3
Frá tveimur ám í 1. fl. tók eg annað lambið og vandi
undir. Hinar allar hafa haldið sínum og fætt þau allvel
allar, sumar vel, þrátt fyrir kuldana og gróðurleysið.
Tilraunir þessar virðast benda í þá átt, að í heilbrigðu
verzlunarárferði sé engin frágangssök að fóðra ær að
nokkru á kraftfóðri. En sýnilegur hagur ætti það að vex-a
hjá því að setja skepnur sinar í voða vegna lítilla eða
skemdra heyja. Heyskapur fer líka að verða dýr, þegar
miðlungsmaður kostar alt að 30 kr. um vikuna, auk
fæðxs, og kaupafólk orðið nær ófáanlegt. Framleiðslu-
þörfln er þó brýn, en framleiðslustofninn verður að trygg-
jast með nógu og góðu fóðri. Erfiðleikarnir á að afla