Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 59
BÚNAÐARRIT
53
með reynslu hinna mestu varpfrömuöa landsins. Skúli
Magnússon tók í 12 ár ekkert egg í Viðeyjartúni og hafði
túnvarpið á þeim tíma 25-faldast þar. Ólafur stiftamt-
maður ferfaldaði varpið á Innra-Hólmi á 3 árum. Sömu
söguna mætti eflaust segja af mörgum hinum mestu
varpræktarmönnum; þeir hafa byrjað með því að taka
ekkert egg.' Eyjólfur Guðmundsson raðleggur „Bónda“
að taka ekki eitt einasta egg; telur eggjatökuna til niður-
dreps æðarvarpsræktinni og nagar sjálfan sig í handar-
bökin fyrir að hafa gert sig sekan í þeirri ósvinnu, sem
hann að vísu kvaðst braðlega hafa hgétt. Ólafur stift-
amtmaður veit ekkert betra ráð til að auka æðarvarp
en að eftirgefa fuglinum það í nokkur ár samfleytt að
öllu, helzt 10 ár, og hræra hvorki egg né dún1).
Það er vonandi, að formælendum eggjatökunnar2) fækki
óðum úr þessu, og að varpeigendur sjái bæði sóma sinn
og gagn í því, að fara ekki eins í kringum hin síðustu
friðunarlög eins og eldri lögin og vera þannig í sam-
vinnu við æðarfuglamorðingjana um að spilla þessum
atvinnuvegi bæði fyrir sjálfum sér og þjóðinni.
1) Auðvitað meinar hann að taka ekki dúninn fyr en fuglinn
er farinn.
2) Það, sem hér er sagt um eggjatökuna, er alls ekki svo að
skilja, að varpeigendur geri jafnan rangt í því, að taka nokkurt
egg. í mörgum varplöndum hagar svo til á stöku stöðum, að
engin eða lítil líkindi eru til, að æðurin fái ungað út eggjunum
eða komist með ungana lifandi til sjávar. Þetta á sér stað þar,
sem varpi er mjög flæðarhætt, þar sem mjög er votlent, svo að
eggin deyja af kulda og vætu í hreiðrinu, og þar sem æðurin
verður að fara yfir stórar urðir til sjávar með ungana, því að
þá týna þeir oft tölunni. Þegar svona er ástatt, er sjálfsagt að
taka eggin heldur vel en vart. Stöku sinnum getur að visu hepp-
nast að bjarga hreiðri og hreiðri frá flæði með þvi að færa það,
en mjög lítið þarf út aí að bera, til þess að færslan verði ekki
td þess, að fuglinn yfirge.fi alveg. Aldrei má færa hreiður lengra
til
í einu en */» meter. Stundum ber það við, að stöku fugl
verpur í 12. viku sumars og jafnvel seinna; ungarnir verða þá
mjög siðbúnir og óþroskaðir, er veðrátta harðnar að liaustinu, og