Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 44
38
BÚNAÐARRIT
II. Æðarvarpið nra varptímann.
1. Hveuær varpið byrjar.
Bæði Ólafur stiftamtmaður og Eyjólfur Guðmundsson
segja, að um sumarmálin komi fuglinn í nokkurs konar
skoðunarferð í varplandið, staðnæmist þar þá að eins
nokkra daga og hverfi síðan aftur; segir Ólafur, að hann
í þessari ferð geri sér hreiður og búi um sig. Hér vestra
ber lítið á þessari sumarmála-heimsókn fuglsins. í góðum
vorum hefi eg þó tekið eftir því, að fuglinum fjölgar
umhverfis eyna um þetta leyti, en fækkar svo aftur; en
mjög litið gengur hann þá upp í varplandið, og hreiður-
umbúning hefir hann svo sem engan í þessari ferð. Þó
ber það til, að fugl og fugl verpur um sumarmál, þegar
einmuna góð tíð er. Annars fer varpbyrjun nokkuð eftir
tíðarfari, og getur munað alt að vikutíma. í bærilegri tíð
byrjar varpið algerlega í 4. viku sumars, og þyrpist þá
fuglinn á nokkrum dögum að varplandinu. En 3—4
fyrstu dagarnir ganga mest til ferðalaga um varplandið
og umbúnings í hreiðrunum, sem fuglinn þá velur sér.
Með aðfalli sjávar og um flæði er hann mest uppi þessa
fyrstu daga varpsins. Aldrei flýgur hann þá af sjónum í
varplandið, heldur gengur alla leið aftur og fram um
eyna; er sem hann þurfi mjög margt að athuga á þess-
um ferðum sínum. En þegar hann hefir orpið, flýgur
hann bæði frá og til sjávar. í vætutíð verpur hann örar
en í þurviðri.
Bezt er að hafa lokið viðgerð á hreiðrum og öðrum
umbúningi í varplandinu áður en fuglinn sezt algerlega
að, og læt eg nægja að vísa til ritgerðar Eyjólfs um
það efni.
Aldrei ríður meira á algerðri kyrð og ró í varplandinu
en á þessu timabili varpsins. Fuglinn er þá mjög styggur
og fælist því allan umgang um varplandið; einkum er
það ungi fuglinn, sem engri st.ygð má mæta þessa fyrstu
daga, annars getur hann algerlega fælst burtu. Þegar