Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 99
BÚNAÐAERIT
93
Sé kraftfóðrið og heyið borið saman og 1. flokkur
lagður til grundvallar, sést aö :
30 kg. lýsi lijá 2. fl. spara 316 kg. af heyi og 4 kg. lifandi þunga
85 — síldarmjöl hjá 3. fl. spara 378 kg. af heyi og 32,8 lif. þunga
88,3 — maísmjöl hjá 4. fl. spara 389 kg. af heyi og 25,6 lif. þunga
85,2 — síldarmjöl og 20,5 kg. lýsi hjá 5. fl. spara 638 kg. liey og
25,6 kg. lifandi þunga.
Að átaki voru ærnar nokkuð misjafnar. Sildarmjöls
+lýsis-ærnar (5. fl.) virtust vera holdbeztar, „grónar“
að dómi forðagæzlumanns hreppsins. í umsögn um flokk-
ana, er eg hefi sent Búnaðarfélagi íslands. 3. og 4. flokks
ærnar voru og holdgóðar. Ærnar i 2. fl. (lýsis-ærnar)
voru holdminni, en frjóar. Hey-ærnar voru lakastar að
holdum. Þó mun mega telja á þeim meðalfóður, eftir því
sem hér gerist.
Eins og fyr var getið, slepti eg ánum snemma í maí.
Var þá góð tíð og gróður byrjaður. Ærnar voru margar
aðkeyptar, og leituðu þær sumar átthaga sinna. Gat eg
því eigi séð til þeirra um sauðburðinn.
Höldin voru þau, að 2 ær í 1. flokki mistu. Ekki mun
þó hægt að kenna vanfóðri um það, þar sem þær voru
beztu ær flokksins, og hinar virtust fæða vel. Ein ær í
5. flokki var algeld. Sín ærin í hverjum flokki var tví-
lembd, og fæddu þær vel.
H. Veturinn 1915—1916.
Tilhögun var hin sama og árið áður. Ærnar voru og
hinar sömu, að undanteknum 2 (3. og 5. fl.). Valdi eg
þannig ær í stað þeirra, að þær hefðu eigi áhrif á
meðaltölin.
Ærnar voru nokkuð misjafnar eftir sumarið. Geldu
ærnar tvær í 1. fl. voru auðvitað vænstar og hækkuðu
því meðaltal hans. Algeldu ánni í 5. flokki fargaði eg.
Heyið, sem eg gaf í vetur, var eigi reynt efnafræðis-
lega. Var það yfirleitt vel verkað og betur en í fyrra.
Kyngæði svipuð.