Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 45
BÚNAÐ ARítlT
39
■varpið er alsezt, er fuglinn orðinn miklu spakari, en þó
ríður jafnan á því, að sem minst umferð sé um varp-
landið, og einkum er það skaðlegt, ef ókunnugt fólk fer
þar um. Þess vegna er sjálfsagt að sama fólkið gangi
jafnan að varpinu, og helzt að sömu mennirnir hafi jafnan
sömu svæðin til yfirferðar, þar sem fieira fólk þarf til
varphirðingarinnar. Hér í Vigur ber það oft við, að fleiri
og færri aðkomumenn koma um varptímann til þess að
sjá varpið; þótt fuglinn hreyfi sig ekkert af hreiðrun-
um, er heimafólkið gengur að honum, flýgur hann af þegar,
er ókunnuga fólkið kemur í námunda við hreiðrið; sést
af því, að hann þekkir sína. Aldrei má ganga hratt í varpi
og því síður hlaupa, og helzt láta sem maður horfi aldrei
á fuglinn, er maður gengur um varplandið. Því meiri
ró og kyrð sem er í varplandinu, því betur líður fugl-
inum, og því elskari verður hann að því. Sjálfsagt yrði
honum því ekkert betur gert, en að ónáða hann aldrei
neitt allan varptímann, en á því eru töluverðir agnúar,
•eins og síðar mun vikið að.
2. Hve langnn tíinn teknr varpið fuglinn.’
Þegar æðarkollan heflr lokið hreiðurgerð sinni, byrjar
iiún að verpa eftir einn sólarhring. Verpur hún fyrst einu
-eggí, og hverfur síðan; eftir tvo daga kemur hún aftur
og verpur þá öðru eggi, er síðan burtu einn dag og kemur
þá vanalega alkomin og tekur að liggja á og verpur með
sólarhring3 millibili þeim eggjum, sem hún á óorpin.
Situr hún nú stöðugt á eggjunum, nema hvað hún fer
oftast nær á hverjum sólarhring, að minsta kosti framan
af hreiðurtimanum, til sjávar til að baða sig. Er hún
stundarkorn í þessari ferð. Hún neytir engrar fæðu allan
tímann, sem hún liggur á; hefi eg oft reynt að bera að
hreiðrinu nýja þorsklifur, sem æðarfuglinum þykir hið
naesta sælgæti, en æðarkollan snertir þá ekki við þess-
lífrétti sínum. í hvert skifti, sem hún yflrgefur