Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 57
BÚNAÐARRIT
51
hitt, að eggin séu of mörg fyrir fuglinn til þess að hann
geti ungaÖ þeim út. Það ber næstum átiega við hér í
Vjgur, að hreiður og hreiður finst ekki fyr en fuglinn
hefir ungað út, en það hefir aldrei borið við, að kaldegg
hafi verið í þeim hreiðrum, og hafa þó nokkrum sinnum
verið 8 og 9 egg í þeim, en það má sjá af eggskurn-
unum, sem í hreiðrinu eru eftir útungunina; Sama er
að segja um hreiður, sem finnast út um hagann, þar
sem varpland er ekki. Þetta bendir óneitanlega á, að
æðurin eigi ekki fleiri egg en hún fær ungað út, fái hún
að vera í friði fyrir mönnunum. Séu engin egg tekin,
þarf ekkert að hreyfa við eggjunum hjá fuglinum, þegar
dúnninn er tekinn; liggja þau þá í sömu skorðum, sem
fuglinn leggur þau í. Síðan eg hætti að taka egg að
nokkru ráði, hefir kaldeggjum fækkað mikið í varpi mínu,
og þakka eg það kyrðinni og næðinu framan af varp-
tímanum. Eg er því sannfærður um, að ef varpeigendur
mættu láta allan dúninn vera kyrran í hreiðrunum,
þangað til fuglinn hefir leitt út, tæki nær því alveg fyrir
kaldeggin, nema þegar svo ber undir, að eggin deyja af
völdum náttúrunnar (snjó, vatnsgangi og flæðum).
Það eru því varpeigendurnir sjálfir, sem mestu valda
um eggjadauðann, einmitt með eggjatökunni og öllu því
ónæði fyrir fuglinn, sem henni íylgir.
Þriðja atriðið, að fuglinn geti ekki varið þá unga, sem
honum er eðlilegt að eiga, er sama fásinnan, enda er
það sýnt hér að framan, að ungafjöldinn, sem hver æður
hefir til umönnunar, fer alls ekki eftir því, hve mörgum
eggjum hún hefir klakið út.
En þó svo væri, að eggjatakan drægi úr kaldeggja-
tölunni, þá ber alt að sama brunni. Yarpeigendurnir geta
þó sannarlega hvorki talið sjálfum sér né öðrum trú um,
að einmitt þau eggin, sem þeir taka, yrðu annars kald-
egg, og öll hin eggin með því frelsuð frá dauða. Sé
ekkert egg tekið í varpinu, er af meiru að taka fyrir
kaldeggja-vanhöldunum, svo alt getur jafnað sig upp og
4*