Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 42
36
BÚNAÐARRIT
tekt og nærgætni lýsir hún um alt það, er að æðar-
varpsræktinni lýtur.
í 29. ári Búnaðarritsins er ritgerð um æðarvörp eftir
Guðmund Davíðsson, bónda á Hraunum í Fljótum. Er sú
ritgerð skrifuð af miklum áhuga á efling æðarvarps-
ræktarinnar og vítir að maklegleikum ólöghlýðni íslend-
inga við friðunarlögin og tómlæti þeirra í því að koma
á fót æðarvörpum. Hann kveðst þekkja dálítið til meira
en helmings þeirra jarða (50) í Skagafjarðarsýslu, er land
eiga að sjó, og sé „óefað hægt“ á flestum þeirra „að
koma á æðarvörpum, ef vilji er með og lag“. Þessa sögu
má sjálfsagt með réttu segja um mikinn fjölda jarða í
öðrum sýslum landsins, er að sjó liggja eða skamt irá
sjó, þar sem stöðuvötn eru eða hólmar í ám og fljótum.
Guðmundur gefur ýmsar góðar bendingar um æðarvarps-
ræktina og hirðing æðarvarpa.
Þá eru nokkrar greinar um æðarvöip á víð og dreif
í dagblöðum vorum, en á flestum þeirra er lítið að græða.
í íslandslýsingum frá 16., 17. og 18 öld er drepið á
ýmislegt, er snertir æðarfugl og æðarvörp a íslandi; sumt
af því eru lokleysur einar, eins og saga Andersons borg-
meistara, sem getið verður hér siðar.
Jón Guðmundsson lærði (f. 1574) segir í bók sinni
,Um íslands aðskiljanlegar náttúrui “, að í landsuður frá
Rauðasandi séu út í hafi 4 eyjar, er Krosseyjar nefnist.
Séu þar hafnir og miklar fjörur og blágráir sandar, og
þar hafi Englendingar fylt sekki sína með fljótandi æðar-
dún, er með stórstraum rak út frá söndunum1). Eggert
nefnir eyjar þessar í Ferðabók2) sinni, en telur frásagnirnar
um þær til gamalla og nýrra þjóðsagna; hafa þær að
öllum líkindum aldrei til verið.
Þórður Þorláksson, sem áður er nefndur, segir í ís-
landslýsing sinni, að af fuglunum hafi íslendingar mest
1) Þ. Thoroddsen: Laudfræðissaga íslands II, bls. 82.
2) Reise igjennem Island, bls. 376.