Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 77
BÚNAÐARRIT
71
«r alstaðar óþekt. Þetta er mjög illa farið og þyrfti að
breytast. Mætti ekki minna vera en til væru 3 efna-
greiningar á töðunni úr félagi hverju (eins og feitinni úr
hverri kú), og ætti Búnaðarfélag íslands þar að geta
komist að samningum við Efnarannsóknastoíu landsins.
14. Dálkur, er sýnir verð fóðursins. Töðueiningin er
þar virt á 5 aura. Er það lítið nú í dýrtíðinni, en í
samræmi við virðingu mjólkurinnar í 8. dálki. En þó
hvorttveggja sé of lágt virt nú 1916, þá var það
það ekki 1909, og því varð þetta að vera eins, svo ára-
samanburðurinn raskaðist ekki.
15. Dálkur, er sýnir mismun á verði mjólkurinnar
og fóðursíns, eða ágóðann af meðalkúnni. — Ágóði er
þó ekki víst að það sé, því auk mjólkurinnar gefur kýrin
af sér kálf, áburð og sjálfa sig á blóðvelli, og eigandinn
hefir líka við hana kostnað fram yfir fóður, svo sem
hirðing, fyrning húsa, rentur af höfuðstól, áhætturentur,
og fleira getur ástundum komið til greina á báðar
hliðar. En alt þetta telja menn svipað um allar kýr, og
þess vegna er því öllu slept í reikningum eftirlits-
félaganna.
Meðalkýrin reynist venju fremur illa árið 1913—’14
bæði á Suður- og Vesturlandi, og valda því hröktu heyin
og kalda vorið. Þetta kemur líka fram á lands-meðalkúnni,
og því gefur hún kringum 25 krónur minni ágóða en
vænta mátti. Á þeim 2456 kúm, sem í nautgriparæktar-
félögunum eru 1913—’ 14, munar þetta liðugum 60 þús-
undum króna, og ef gert er ráð fyrir að aðrar kýr, sem
ekki voru í félögunum, hafi reynst eins, hafa allar kýr
á landinu verið 450000 kr. arðminni en undanfarin ár.
Þetta hafa þingmennirnir, sem vildu leggja háu tollana
á landbúnaðinn 1914, vafalaust haft í huga, því ekki
má ætla að þeir geri slíkt óathugað.
Fullmjólkandi kýr í félögunum þessi ár voru:
1910— ’ll...................1646
1911— ’12...................2015