Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 128
122
BÚNAÐARRIT
þá þarf helzt að greiða, áður en ullin er þvegin, svo að
úr þeim gangi. Harða flóka má ekki hafa með greiðri.
vel verkaðri ull, af því að þeír geta skemt vélar, þar
sem greið ull er kembd, og þarf því sérstakar vélar til
að kemba þá. Og verðminni eru þeir en greið ull vegna
þess, að við það að reyta þá sundur kubbast ullarhárin
í smátt, hrynja úr vélunum, og verður þá töluvert af
þeirri ull einkis virði. Óhreina ullin og sandullin, sem
ætlast er til að lendi í þessum flokki, er skiljanlega verð-
minni vegna þess, að svo mikið af þunga hennar eru ó-
hreinindi. Það má búast við, að í henni felist 20—35°/o
meira af óhreinindum en í öðrum flokki. En í öðrum
flokki — þótt dável sé þvegið — 10—20°/o meiri óhrein-
indi en í fyrsta flokki.
Mátulega þur ull inniheldur nálægt 14% af raka. Það
er einn af kostum ullarinnar, að hún getur haldið í sér
raka. Yið það eru ullarklæðin hlýrri, og þá taka þau á
móti útgufun frá likamanum. En svo getur ullin virzt
sæmilega þur, þótt hún innihaldi 5°/o meira af raka, og
í kaupstaðina getur komið ull, er inniheldur 8—15—25°/o
meira af raka heldur en 14°/o.
Eg hefl drepið á það hér að framan, hvað ull inni-
haldi af óhreinindum fyrir þvottinn. Það verður senni-
lega hér á landi frá 30 til 60—70°/o (sandull), en meðal-
talið hygg eg ekki langt frá að vera 40%, og við sæmi-
legan þvott hér heima minki sú tala ofan í 7—10°/o.
En svo er ullin hér víða svo illa þvegin, að við þvott-
inn minkar talan að eins ofan í 15 — 25% eða nálægt því.
í verksmiðjunum er ullin okkar vanalegast þvegin
áður en unnið er úr henni; en bezt þvegin ull héðan er
þó stundum látin í vélar, eins og hún kemur, og svo
þvegin vaðmálin.
Um hina flokkana er lítið að segja. En mér finst auð-
gefið, að hafa þurfi flokka bæði fyrir þvegna og óþvegna
haustull, svo að menn geti þvegið haustullina og fengið
meira fyrir hana. En svo er vel hægt að senda þá ull út