Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 146
140
BÚNAÐARRIT
Hrófbergshreppsfélagið hefir verið afkastalítið framan
af, en sígur á í seinni tið. Árin 1910—’14 er vinnan
mest, og komu þá 40—60 dagsverk á hvern félagsmann
til jafnaðar. Formaður þess er Ounnlaugnr Magnússon
á Ósi.
__ Ó*pakseyrarhreppsfélagið er lítið félag, og heldur af-
kastalítið í samanburði við hin félögin, er nefnd hafa
verið. Formaður þess er Jón Lýðsson í Skriðnesenni.
Kaldrananeshreppsféiagið er stofnað náiægt siðustu alda-
mótum eða laust fyrir þau. Formaðurþess er Ingmundur
hreppstjóri Guðmundsson á Hellu. Árið 1913 eru jarða-
bætur þess 1554 dagsverk. Það sem þá hieypir dagsverka-
tölunni fram eru girðingar, og þar á meðal samgirðing
yfir Bjarnarfjarðarháls, er gerð var árin áður. Mun sú
girðing vera náiægt 8000 metrum á lengd.
Árneshreppsfélagið er yngsta félagið í sýslunni. Um
jarðabætur þess er eigi getið fyr en 1903. Það virðist
hafa fylgt þeirri reglu, að láta mæla jarðabæt.urnar að eins
annaðhvort ár. Hefir líklega ekki þótt taka því að gera
það árlega. Framkvæmdir félagsins hafa helzt verið girð-
ingar um tún og nátthaga. Þegar Guðjón ráðunautur
Guðmundsson ferðaðist um sveitina, 1906, telur hann
4 tún þar algirt. En eftir því sem eg komst næst, munu
nú vera girt tún að minsta kosti á 12 bæjum í hrepp-
num, og gitðingarnar flestar að meira eða minna leyti
úr gijóti. Síðustu 3 árin hefir iítið verið unnið að jarða-
bótum í félaginu. Formaður þess er Ouðmundur oddviti
Ouðmundsson á Finnbogastöðum.
Flest búnaðarfélögin í sýslunni eiga plóg og herfi. En
þau verkfæri eru heizt til lítið notuð. Yeldur því það,
að eifitt er að koma þeim við á mörgum stöðum vegna
grjóts, og líka hitt, hvað fáir kunna að fara með þau.
Ef kunnátta í meðferð og notkun þessara áhalda væri
þar almennari, mætti vafalaust nota þau mikið meira en
gert er. Það sýnir reynsla þeirra fáu manna í sýslunni,
er nokkuð hafa fengist við plægingu.