Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 116
110
BUNAÐARRIT
Hér á landi er féö ullarmest þar sem það hefir góða
fjörubeit. Ær skila þar stundum IV2 kg. af þveginni ull,
sauðir 3 kg. En upp til sveita er það mjög víða, að
menn fá aðeins rúmt kiló af kind af þveginni ull. Þar-
inn, sem féð etur, hefir örvandi áhrif á uilarvöxtinn,
og svo útiveran nokkuð líka. Því að sé féð mikið úti
að vetrinum og hafi þó nóg í sig, vex ullin meira. í
Bretlandi hafa bændur tekið eftir því, að þegar íéð fær
mikið af næpum eða gulrófum, eykst mjög ullarvöxturinn.
Næst skal hér vikið að því, hvernig velja skuli féð
hér heima, svo að ullin verði sem mest og bezt. Þess
skal ávalt gæta, að ullin sé sem þelmest og þykkust,
togið só vel hrokkið og ullin skiftist ekki eftir bakinu.
Ullarlausu blettirnir í nárum kindanna séu sem minstir,
og á kviðnum og bringunni skal ullin vera sem þel-
kendust. Oft er það, að uliarbeztu kindurnar eru blakkar
að hausti, og stafar það af því, að ullin er þykk og
mikið í henní af sauðfitu, og slík ull heldur frekar í sér
ryki og blekkju; en þó getur hún orðið vel hvít við
góðan þvott.
Þess skal ávalt gæta, að kindurnar gangi vel úr ull.
Stöku kindur flagna ávalt, og legst það í ættir. Ættu
menn því ekki að láta lifa út af kindum, sem svo eru,
þótt þær hafi aðra kosti.
Þess skulu menn einkum gæta, að hrútar, sem alið
er undan, hafi sem bezt ullarlag, því að bæði má búast
við, að alin séu mörg lömb undan hverjum hrút, og
svo er fullyrt, að ullarfar lambanna líkist meira hrúts-
ins en ærinnar.
Menn skulu varast það, að ala undan mjög gömlu fó,
sem orðið er ullarrýrt, því að út af því kemur ullar-
verra fé og svo miklu rýrara að öðru leyti.
Þess skal og gæta, að ullin sé litargóð, vel hvít og
samlit; því áferðarbetra verður það, sem úr henni er
tætt. Verður því að leggja áherzlu á það, aÖ féð só alt
vel hvítt á ull eða þá einlitt dökkleitt. Sé blandað sam-