Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 114
108
BÚNAÐARRIT
og minna ólík á kindum sama fjárkyns, og loks er ullin
misgóð á hverri kind, eftir því hvar er á skrokknum.
Eftir því sem féð heflr verri ull að eðlisfari, er minna
valið með tilliti til uilar og heflr verra viðurværi, ber
meira á þessum mun ullargæðanna í hverju reyfi.
Á Merinó-íé er ullin mjög svípuð yflr ailan skrokk-
inn, en svo grófari og verri á hnakka, rófu, ganglimun-
um og á kviðnum. Á mörgu fé, og þar á meðal okkar fé,
er ullin bezt á háisi, herðum og bógum, þar næst á
síðunum og bakinu, þar næst á spjaldhryggnum og svöng-
unum og þar næst á mölunum og niður á lærin; sízt
er svo ullin á fótleggjum, hnakka, rófu og á kviðnum.
Á sumu fé eru jafnvel til, þegar vel er aðgreint, 14
ullartegundir i hverju reyfi. — Ullargæðin fara og mikið
eftir aldri og tegund kinda. Af gemlingum er bezt ull
og svo tvævetrum kindum, en svo fer uliin smá-versn-
andi og verður bæði lítil og slæm, þegar kindin er orðin
gömul. Af sauðum er betri ull en ám, og kemur það
af því, að ærnar ieggja svo mikið til lambanna. Af geld-
um ám er og betri ull en ám með lömbum.
Styrkleiki ullarinnar er það, að hárin hafi sem mesta
teygju og seigju og séu jafnsterk. Þetta fer eftir kyn-
ferði fjárins og ætterni hjá vissum kindum. En svo fer
þetta einnig mjög eftir' viðurværinu. Þar sem er frekar
þurviðrasamt og gróðurinn smáger og kjarngóður, verður
ullin sterk og teygjumikil. Lika verkun heflr það á ull-
ina, þegar féð hefir gott vetrarfóður. Hafl kindin mis-
jafnt fóður, þannig að annan tímann hafi hún nóg en hinn
tímann of naumt, svo að hún leggi af, verður ullin eða
ullarhárin missterk. Sá hluti hársins, sem vex meðan
kindin leggur af, er grennri og veikari. Verði kindin
horuð, veikist ullin svo, að hún dettur af, þegar kindin
fer að batna. Að vísu er það svo með stöku kindur, að
þær flagna ávalt úr ullinni, og er það ætterni.
Fínleihi ullarinnar fer mjög eftir kynferði og svo eftír
staðháttum. Þar sem ekki er mjög votviðrasamt, og