Búnaðarrit - 01.01.1917, Blaðsíða 51
BÚNAÐARRIT
45
komnar með miklu fleiri unga, en þær fóru með á sjó-
inn. Ungunum virðist standa alveg á sama um mæðra-
skiftin. Oft hefl eg þannig séð æðarkollur leggja af stað
frá varplandinu með 10—20 unga, og einu sinni mætti
©g milli lands og eyjar einni æðarkollu með 30 unga í
©ftirdragi; syntu sumir í kjölfari hennar, en suma hafði
hún á bakinu, eins og fuglinn oft gerir á því ferðalagi,
er þessum smælingjum daprast sundið. Af ungafjöldanum,
sem fylgja æðarkollunni eftir að á sjóinn kemur, verður
því ekkert ráðið, hve mörg egg hún heflr átt.
Þah ber oft við, að æðarkollur drepast um varpt.ímann,
vanalega um það leyti, sem þær eru að verpa; séu þær
krufnar, eru lang-oftast ekki frjófguð fleiri egg í þeim
on sem svarar því, að æðarkollan í það skiftið hefði getað
átt 5—6 egg.
Með hinni miskunnarlausu eggjatöku, sem áður er nefnd,
verður fuglinn að frjófgast 4—5 sinnum að 5—6 eggjum
í hvert skifti. — Eins og áður er sagt, byrjar varpið fyrri
hluta maimánaðar, og heflr því aumingja fuglinn verið
að rembast við þessa eggjagræðgi mannanna í 5—6
vikur, svo þegar hann um Jónsmessuleytið hefir loks
íengið að hafa seinustu eggin í friði, heflr hann átt eftir
mánuð til útungunar þeirrar. Yarptíminn hefir því tekið
hann 9—10 vikur í stað 4, eða 5—6 vikum lengur en
honum er eðlilegt. Þar sem nú æðarkollan skriðhorast
d rúmum mánuði, þá má geta nærri hvernig hún hefir
verið orðin eftir allar þessar pyndingar1). Úttauguð og
1) í íslandslýsing Jóhanns Andovson (1674—1743) er sagt frá
líkri meðferö á æðarfuglinum. Hann segir, að ef hálfrar alinnar
langt prik sé sett í mitt æðarkolluhreiður, haldi æðarkollan áfram
að verpa, þangað til eggjahrúgan nái upp fyrir prikið, svo fugl-
inn geti setið ofan á hrúgunni, en fuglinn taki svo nærri sér, að
hann deyi á eftir (Þ. Thoroddsen: Landfræðissaga II., bls. 350—
351). Auðvitað er þetta bábilja, eins og svo margt hjá Anderson,
en þesB er þð rétt til getið, að fuglinn deyi af þessari meðferð.
Annars hefir þessi saga gengið hér á landi um rjúpuna, og er
.þaðan komið máltækið „að rembast eins og rjúpan við staurinn11,